Vissulega höfum við Íslendingar áður séð miklar rigningar og það oft í marga daga. Munurinn liggur kannski í því að hérna er kerfið engan veginn tilbúið að taka við þessu vatnsmagni. Vinna leggst algerlega niður og allt hreinlega lamast. Við hér á vinnusvæðinu erum ekki tilbúnir í þennan slag en náttúruöflin eru ekkert að hafa fyrir því að spyrja okkur álits. Þess má geta að aðalregntímabilið stendur frá sept-nóv og er okt sýnu verstur. Sjáum hvað setur.
laugardagur, október 02, 2010
Tropical storm Nicole
Þá er maður búinn að upplifa trópískan hitabeltisstorm. Þrátt fyrir að Jamaica hafi sloppið afskaplega vel við hitabeltislægðirnar í ár og reyndar einnig seinasta ár þá skellti Nicole sér yfir hér í vikunni. Reyndar var ástandið sýnu verra í suðrinu, sjá mynd hér að neðan frá Kingston, en hér fyrir norðan upplifðum við gríðarlegt vatnsveður.
föstudagur, september 17, 2010
Fjölskyldunni rænt
Löngu kominn tími á að ég tæki aftur við síðunni. Frúin tók við á meðan hún dvaldi hérna með mér og hef ég ekki náð takti aftur (reyndar hef ég aldrei náð taktinum).
Var heima á klakanum í 2 vikur í júní og var um hreint tvær frábærar vikur að ræða. Kom heim 17. júní og má segja að landið hafi tekið manni opnum örmum. Frábært veður allan tímann og fann maður vel hversu sumarið heima er stórkostlegt (oftast). Ljúfur hiti og allt í blóma. Nema þá helst trjárunnarnir sem ég er búinn að stinga niður á lóðinni. Í hvert skipti sem ég sting niður trjáplöntu, rignir ekki í tvo mánuði á eftir. Verður forvitnilegt að sjá hversu margar muni lifna við næsta vor.
Stór hluti af dvölinni var Shell-mótið í eyjum. Fór með Adrían og 6. flokki Stjörnunnar og áttum við stórkostlega 5 daga í Vestmannaeyjum. Eftir fjögurra daga keppni stóðu Adrían og félagar uppi með Ystaklettsbikarinn í höndunum. Frábær og samhentur hópur Stjörnufólks gerði þessa ferð ógleymanlega. Við feðgar ætlum að mæta enn sterkari að ári og vonandi þá með alla fjölskylduna.
Var heima á klakanum í 2 vikur í júní og var um hreint tvær frábærar vikur að ræða. Kom heim 17. júní og má segja að landið hafi tekið manni opnum örmum. Frábært veður allan tímann og fann maður vel hversu sumarið heima er stórkostlegt (oftast). Ljúfur hiti og allt í blóma. Nema þá helst trjárunnarnir sem ég er búinn að stinga niður á lóðinni. Í hvert skipti sem ég sting niður trjáplöntu, rignir ekki í tvo mánuði á eftir. Verður forvitnilegt að sjá hversu margar muni lifna við næsta vor.
Stór hluti af dvölinni var Shell-mótið í eyjum. Fór með Adrían og 6. flokki Stjörnunnar og áttum við stórkostlega 5 daga í Vestmannaeyjum. Eftir fjögurra daga keppni stóðu Adrían og félagar uppi með Ystaklettsbikarinn í höndunum. Frábær og samhentur hópur Stjörnufólks gerði þessa ferð ógleymanlega. Við feðgar ætlum að mæta enn sterkari að ári og vonandi þá með alla fjölskylduna.
Um leið og við komum heim var drifið í því að pakka saman og tveimur dögum síðar var öll fjölskyldan á leið til Jamaica. Ætlunin var að dvelja allt skólafríið á þessari paradísareyju.
Ýmislegt dreif á okkar daga þann tíma og gerði frúin grein fyrir því flestu í fyrri pistlum. En eftir um 7 vikna dvöl gerðist hið óumflýjanlega - Fjölskyldunni var rænt frá mér þann 17. ágúst og hef ég verið hér einn síðan. Það náðist mynd af atburðinum en þrátt fyrir átakanlegar stundir með lögreglunni í Montego Bay þá ætlar hún ekkert að aðhafast í málinu og því lítur út fyrir að ég verði hér einn um sinn. Ég ætla að birta eina af myndunum sem náðist af ráninu hér að neðan og vonandi fæ ég nægar vísbendingar til þess að finna fjölskylduna a.m.k. fyrir jólin.
sunnudagur, ágúst 15, 2010
Hlutverk kynjanna eru misjöfn
Ég hef aðeins dottið í kynjarannsóknir hér á Jamaica. Minntist á það við Valda þegar við fórum að versla í Blue Diamond í dag að þar hanga karlar og strákar fyrir utan búðina og betla. Hef aldrei séð konu gera þetta á eynni, aðeins karla.
Konur hérna eru fullar sjálftrausts, þó svo margar þeirra séu íturvaxnar í meira lagi eru þær ekkert að skammast sín fyrir það, fara bara í þröngu gallabuxurnar og skvísubolinn.
Atvinnuframlag kvenna held ég að sé ansi hátt. Þær vinna sum störf sem maður er aðeins vanur að sjá karlmann framkvæma, t.d. að vinna á bensínstöðvum. Ég hef bara séð konur dæla bensíni á bílana. Aðeins konur eru við afgreiðslustörf í búðum, karlarnir eru í lagerstörfum eða að raða i pokana.
Karlar hér geta verið ansi ýtnir ef kona er ein á gangi, góla til hennar, flauta á hana úr bílnum og svipað. Þetta er ekki alveg að falla í góðan jarðveg hjá frúnni, get bará ekki tekið þessu sem hrósi.
Síðan eru það túristabúllurnar. Local konur eru í vinnu við að veiða túristana inn í búðina síðan er alltaf eigandinn bak við búðaborðið og í öllum tilfellum er það indverskur karl. Indverjarnir eiga allar blessaðar búllurnar og það er hreint út sagt hundleiðinlegt að díla við þá. Jamaica mennirnir eru líka ansi lunknir að leika á grunlausa túrista. Þær local konur sem við þekkjum hér hreinlega banna okkur að fara á markaði nema að taka einhvern með sér svo ekki sé verið að smyrja margfalt ofan á vöruna sem á að kaupa. Mér finnst persónulega hundleiðinlegt að fara á þessa markaði, er ekki týpan í þetta, finnst miklu þægilegra að fara í búð (ekki túristabúllu) og versla þar vitandi hvað varan kostar.
Uppáhaldsbúðin mín er stórt apótek í vesturbænum sem er að selja miklu meira en lyf. Þeir eru með föt, bækur, allskonar gjafavöru, mat og ísbar, selja æðislega góðar iskúlur.
Konur hérna eru fullar sjálftrausts, þó svo margar þeirra séu íturvaxnar í meira lagi eru þær ekkert að skammast sín fyrir það, fara bara í þröngu gallabuxurnar og skvísubolinn.
Atvinnuframlag kvenna held ég að sé ansi hátt. Þær vinna sum störf sem maður er aðeins vanur að sjá karlmann framkvæma, t.d. að vinna á bensínstöðvum. Ég hef bara séð konur dæla bensíni á bílana. Aðeins konur eru við afgreiðslustörf í búðum, karlarnir eru í lagerstörfum eða að raða i pokana.
Karlar hér geta verið ansi ýtnir ef kona er ein á gangi, góla til hennar, flauta á hana úr bílnum og svipað. Þetta er ekki alveg að falla í góðan jarðveg hjá frúnni, get bará ekki tekið þessu sem hrósi.
Síðan eru það túristabúllurnar. Local konur eru í vinnu við að veiða túristana inn í búðina síðan er alltaf eigandinn bak við búðaborðið og í öllum tilfellum er það indverskur karl. Indverjarnir eiga allar blessaðar búllurnar og það er hreint út sagt hundleiðinlegt að díla við þá. Jamaica mennirnir eru líka ansi lunknir að leika á grunlausa túrista. Þær local konur sem við þekkjum hér hreinlega banna okkur að fara á markaði nema að taka einhvern með sér svo ekki sé verið að smyrja margfalt ofan á vöruna sem á að kaupa. Mér finnst persónulega hundleiðinlegt að fara á þessa markaði, er ekki týpan í þetta, finnst miklu þægilegra að fara í búð (ekki túristabúllu) og versla þar vitandi hvað varan kostar.
Uppáhaldsbúðin mín er stórt apótek í vesturbænum sem er að selja miklu meira en lyf. Þeir eru með föt, bækur, allskonar gjafavöru, mat og ísbar, selja æðislega góðar iskúlur.
föstudagur, ágúst 13, 2010
Í Negril er gott að djamma og djúsa diskótekunum á
Þar sem fjölskyldan hefur verið heima við og Valdi í vinnu ákvað hann að taka sér smá frí og við skelltum okkur til Negril. Við notuðum tækifærið og fórum 2. ágúst sem er frídagur í Jamaica þar sem þá var þrælahald afnumið. Við reyndum að bóka herbergi á All Inclusive Resorti en þar er ekki gert ráð fyrir stærri fjölskyldu en 4 manna per herbergi þó svo einn fjölskyldumeðlimur sé 2 ára og sofi í barnarúmi. Við enduðum í litlu hóteli BarBbarn þar sem gengið er beint út á strönd frá veitingahúsinu, fengum meira að segja local verð á hótelinu . Við nutum lífsins, flatmöguðum á ströndinni eins og túristar gera og skoðuðum okkur um. Við kíktum á þekkt veitingahús sem virðist vera skyldustopp í Negril sem heitir Rick's Café. Það var pakkað af túristum í bæði skiptin sem við kíktum þangað. Aðalaðdráttaraflið voru gaurar sem hafa það af atvinnu að stökkva niður af háum pöllum eða trjám í sjóinn fyrir neðan. Guðjón Andri og Adrían Elí urðu líka að prófa þetta, byrjuðu að stökkva af kletti rétt fyrir ofan sjóinn og þegar það var ekkert mál varð að prófa að fara á klett fyrir ofan og stökkva ofan af honum. Við gerðum ekki ráð fyrir að þeir myndu þora því en sá stutti rauk strax af stað og stökk eins og enginn væri morgundagurinn. Það tók aðeins lengri tíma fyrir þann stóra að stökkva en það hafðist rétt fyrir myrkur. Eftir þetta stuð var haldið á flottan veitingastað með æðislegu útsýni yfir sjóinn og með live reaggi tónlist.
Hótelið var rólegt en fyrsta nóttin var erfið þar sem við náðum í skottið á aðalpartýhelgi Jamaica (verslunarmannahelgin skiljiði) og það var dúndurpartý rétt hjá hótelinu, sem betur fer var mun rólegra hin kvöldin. Maður tók eftir einu, fólk er ekki hrætt við að reykja Ganja hvar sem er og hvenær sem er á ströndinni í Negril, meira að segja snemma á morgnanna fann maður lyktina. Ef við hefðum viljað hefðum við getað keypt efni mörgum sinnum miðað við hversu oft okkur var boðið það.
Hótelið var rólegt en fyrsta nóttin var erfið þar sem við náðum í skottið á aðalpartýhelgi Jamaica (verslunarmannahelgin skiljiði) og það var dúndurpartý rétt hjá hótelinu, sem betur fer var mun rólegra hin kvöldin. Maður tók eftir einu, fólk er ekki hrætt við að reykja Ganja hvar sem er og hvenær sem er á ströndinni í Negril, meira að segja snemma á morgnanna fann maður lyktina. Ef við hefðum viljað hefðum við getað keypt efni mörgum sinnum miðað við hversu oft okkur var boðið það.
fimmtudagur, ágúst 12, 2010
Matur á Jamaíka
Ég er farin að þekkja nokkuð vel matinn sem heimafólkið borðar og er enn að kynnast ávöxtum og grænmeti.
Kjöt er frekar ódýrt út úr búð, nautakjöt hlægilega ódýrt miðað við Ísland, annars er aðallega svín og kjúklingur í boði fyrir utan geitina að sjálfsögðu. Geitur eru út um allt, við alla vegakanta en þær virðast höafa meira vit í kollinum en blessaðar kindurnar á Íslandi þar sem þær eru ekkert að flækjast út á götuna þegar bílar æða fram hjá, keyrði mun oftar fram hjá dauðum hundum sem búið er að keyra yfir. Þeir virðast flækjast út um allt og oft litið öðruvísi á þá en hunda á Íslandi.
Helsta eldunaraðferð á Jamaica er Jerked meat. Kjúklingur og svín er eldað með þessum hætti. Kjötið er kryddað með sérstakri aðferð og hægeldað á grilli í langan tíma, þetta gefur matnum reykt bragð, alls staðar þar sem fólk kemur saman er verið að jerka með tilheyrandi reyk. Geitakjötið er yfirleitt matreritt sem hinn klassíski réttur; Curry Goat, kjötið saxað í litla bita með beinum og tilheyrandi þannig að maður verður að vera duglegur að týna beinflísar út.
Jamaica búar borða líka mikið af fiski, heilgrilla fiska sem veiddir eru í ám og sjónum, saltfiskur og Ackee er einn þjóðarrétta þeirra. Rækjur eru mikið borðaðar hérna, settar í lög með sterku chili og að sjálfsögðu grillaðar. Höfum smakkað þannig í Far out Fish Hut, bara æðislegt.
Við höfum verið dugleg að prófa nýjar tegundir af Jamaiskum ávöxtum, erum að sjálfsögðu alltaf með banana, ananans, melónu og appelsínur. Höfum líka prófað Ackee sem er mjög sérstakur, er eitraður ef hann er ekki nógu þroskaður og einnig ef hann er ofþroskaður. Hann er rauður að utan og verður tilbúinn þegar hann opnast. Hann er svolítið sérstakur á bragðið eins og hnetukennd rófa.
Breadfruit hef ég ekki smakkað, er að stærð eins og melóna en er trefjakennd og notað í eldaða rétti.
Guinep er selt út um allar götur núna þar sem að núna er uppskeru seasonið, þetta eru lítil græn ber sem þú borðar kjötið sem er sætt og "fleshy".
Jew (June) Plum týndu strákarnir í ferð gegnum skóg um helgina. Hélt fyrst að þetta væri lime en svo er ekki. Þar sem ávöxturinn var grænn var hann ekki alveg þroskaður og svolítið sítruskenndur.
Stoppuðum á leið um landið hjá einum af mjög mörgum sölubásum meðfram þjóðveginum og keyptum Sweet Sop (Anon, Sugar Apple) sem er mjög sætur og bragðgóður ávöxtur.
Smökkuðum líka á markaðinum í dag Starfruit (stjörnuávöxt) sem var mjög góður og sætur. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og mér finnst bara nauðsynlegt að prófa það sem vex á staðnum ef það er hægt.
Læt fylgja með góðan link sem lýsir vel þessum ávöxtum ásamt mynd.
http://www.jamaicans.com/cooking/foods/fruitglossary.shtml
Þetta ætti að duga í bili, bæti við nýju bloggi á morgun
Kjöt er frekar ódýrt út úr búð, nautakjöt hlægilega ódýrt miðað við Ísland, annars er aðallega svín og kjúklingur í boði fyrir utan geitina að sjálfsögðu. Geitur eru út um allt, við alla vegakanta en þær virðast höafa meira vit í kollinum en blessaðar kindurnar á Íslandi þar sem þær eru ekkert að flækjast út á götuna þegar bílar æða fram hjá, keyrði mun oftar fram hjá dauðum hundum sem búið er að keyra yfir. Þeir virðast flækjast út um allt og oft litið öðruvísi á þá en hunda á Íslandi.
Helsta eldunaraðferð á Jamaica er Jerked meat. Kjúklingur og svín er eldað með þessum hætti. Kjötið er kryddað með sérstakri aðferð og hægeldað á grilli í langan tíma, þetta gefur matnum reykt bragð, alls staðar þar sem fólk kemur saman er verið að jerka með tilheyrandi reyk. Geitakjötið er yfirleitt matreritt sem hinn klassíski réttur; Curry Goat, kjötið saxað í litla bita með beinum og tilheyrandi þannig að maður verður að vera duglegur að týna beinflísar út.
Jamaica búar borða líka mikið af fiski, heilgrilla fiska sem veiddir eru í ám og sjónum, saltfiskur og Ackee er einn þjóðarrétta þeirra. Rækjur eru mikið borðaðar hérna, settar í lög með sterku chili og að sjálfsögðu grillaðar. Höfum smakkað þannig í Far out Fish Hut, bara æðislegt.
Við höfum verið dugleg að prófa nýjar tegundir af Jamaiskum ávöxtum, erum að sjálfsögðu alltaf með banana, ananans, melónu og appelsínur. Höfum líka prófað Ackee sem er mjög sérstakur, er eitraður ef hann er ekki nógu þroskaður og einnig ef hann er ofþroskaður. Hann er rauður að utan og verður tilbúinn þegar hann opnast. Hann er svolítið sérstakur á bragðið eins og hnetukennd rófa.
Breadfruit hef ég ekki smakkað, er að stærð eins og melóna en er trefjakennd og notað í eldaða rétti.
Guinep er selt út um allar götur núna þar sem að núna er uppskeru seasonið, þetta eru lítil græn ber sem þú borðar kjötið sem er sætt og "fleshy".
Jew (June) Plum týndu strákarnir í ferð gegnum skóg um helgina. Hélt fyrst að þetta væri lime en svo er ekki. Þar sem ávöxturinn var grænn var hann ekki alveg þroskaður og svolítið sítruskenndur.
Stoppuðum á leið um landið hjá einum af mjög mörgum sölubásum meðfram þjóðveginum og keyptum Sweet Sop (Anon, Sugar Apple) sem er mjög sætur og bragðgóður ávöxtur.
Smökkuðum líka á markaðinum í dag Starfruit (stjörnuávöxt) sem var mjög góður og sætur. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og mér finnst bara nauðsynlegt að prófa það sem vex á staðnum ef það er hægt.
Læt fylgja með góðan link sem lýsir vel þessum ávöxtum ásamt mynd.
http://www.jamaicans.com/cooking/foods/fruitglossary.shtml
Þetta ætti að duga í bili, bæti við nýju bloggi á morgun
Dagur í Falmouth
Eftir að hafa skammast í Valda yfir að vera lélegur að blogga er ég komin í sama farið. Reyni að vinna þetta upp enda innan við vika til heimferðar. Í dag ákvað ég að fara til Falmouth með brjálæðingana mína þar sem stóri markaðsdagurinn er alltaf á miðvikudögum og þetta er síðasti miðvikudagur okkar á Jamaica :O(
Við komum þangað rétt fyrir 11, varla hægt að skáskjóta sér um göturnar þar sem bílum var lagt á götunni og aðeins pláss fyrir einn bíl í einu, stoppað í skotum í átt að endamarki. Þar sem engin stæði eru til staðar var tilvalið að leggja bílnum á vinnusvæði Valda, enda það beint á móti markaðnum. Eftir smá tuð við öryggiskvensurnar við inngönguhliðið og upphringingu í Valda tókst að landa bílnum í stæði.
Miðvikudagsmarkaðirnir eru mjög stórir, sölufólk kemur alla leið frá Kingston og það er allt milli himins og jarðar til sölu þar. Ingibjörg kom með strákana sína og við þræddum saman næstum því alla sölubása staðarins. Eins og alla aðra daga var hitinn vel yfir 30 gráður, sól og raki raki, hiti og mikill sviti. Ég fer allra minna ferða með lítið handklæði og vatnsbrúsa til að hafa þetta af. Augljóst er að skólinn er að byrja þar sem mikið var um skólatöskur, blýanta, penna og stílabækur. Allskonar skrautlegir kjólar, bolir, pils, nærfatnaður og skór voru til sölu fyrir konur og stelpur. Satt best að segja myndi ég ekki láta sjá mig í mörgum þeirra heima þannig að ég féll ekki beint fyrir fatnaðinum auk þess sem hann mun ekki nýtast vel í kuldanum heima. Það var samt gaman að skoða mannfólkið og allt sem var til sölu. Endaði nú samt í matarhlutanum og keypti það sem vantaði., appelsínur, ananas og stjörnuávöxt (sem var mjög góður).
Básarnir líta nokkurn veginn svona út: http://www.picturesfromjamaica.com/wp-content/uploads/2006/10/fruit-stall-02.jpg
Eftir markaðsröltið fórum við yfir á byggingasvæðið og skoðuðum hvernig verkinu miðar hjá Valda og félögum. Það er að koma mynd á svæðið, sum hús komin alllangt á leið í byggingu en margt samt eftir.
Við komum þangað rétt fyrir 11, varla hægt að skáskjóta sér um göturnar þar sem bílum var lagt á götunni og aðeins pláss fyrir einn bíl í einu, stoppað í skotum í átt að endamarki. Þar sem engin stæði eru til staðar var tilvalið að leggja bílnum á vinnusvæði Valda, enda það beint á móti markaðnum. Eftir smá tuð við öryggiskvensurnar við inngönguhliðið og upphringingu í Valda tókst að landa bílnum í stæði.
Miðvikudagsmarkaðirnir eru mjög stórir, sölufólk kemur alla leið frá Kingston og það er allt milli himins og jarðar til sölu þar. Ingibjörg kom með strákana sína og við þræddum saman næstum því alla sölubása staðarins. Eins og alla aðra daga var hitinn vel yfir 30 gráður, sól og raki raki, hiti og mikill sviti. Ég fer allra minna ferða með lítið handklæði og vatnsbrúsa til að hafa þetta af. Augljóst er að skólinn er að byrja þar sem mikið var um skólatöskur, blýanta, penna og stílabækur. Allskonar skrautlegir kjólar, bolir, pils, nærfatnaður og skór voru til sölu fyrir konur og stelpur. Satt best að segja myndi ég ekki láta sjá mig í mörgum þeirra heima þannig að ég féll ekki beint fyrir fatnaðinum auk þess sem hann mun ekki nýtast vel í kuldanum heima. Það var samt gaman að skoða mannfólkið og allt sem var til sölu. Endaði nú samt í matarhlutanum og keypti það sem vantaði., appelsínur, ananas og stjörnuávöxt (sem var mjög góður).
Básarnir líta nokkurn veginn svona út: http://www.picturesfromjamaica.com/wp-content/uploads/2006/10/fruit-stall-02.jpg
Eftir markaðsröltið fórum við yfir á byggingasvæðið og skoðuðum hvernig verkinu miðar hjá Valda og félögum. Það er að koma mynd á svæðið, sum hús komin alllangt á leið í byggingu en margt samt eftir.
þriðjudagur, júlí 27, 2010
Síðasta vika
Síðasta vika hefur verið frekar róleg. Strákarnir hafa fengið leikfélaga, þá Maron og Árna sem eru á svipuðum aldri og þeir. Reynt var að fara á ströndina en það hefur ringt frekar mikið þessa vikuna sem hefur komið í veg fyrir strandferðir. Á sunnudaginn ákvað fjölskyldan að fara í óvissuferð, foreldrarnir voru þeir einu sem vissu hvert ferðinni væri haldið. Fyrst var farið á Wendy's og hamborgari gúffaður með bestu lyst. Síðan var ferðinni heitið í Rockland´s Bird Sanctuary. Við vorum þónokkurn tíma að finna þetta þar sem merkingar eru yfirleitt ekki með besta móti á Jamaica. Villtumst tvisvar af leið á leiðinni á áfangastað.
Rockland's Bird Sanctuary er uppi í fjöllunum, keyrður var þröngur malarvegur þangað til að komið er að húsi sem er falið vel í gróðri. Þegar þangað var komið tók maður á móti okkur, setti fólkið niður í stóla fyrir utan húsið, setti fræ á læri þeirra og litla flösku með sykurvatni í hendi. Finkur komu og settust á lærin og kroppuðu í kornið. Kólíbrífuglar komu og settust á puttann og drukku úr flöskunni. Þetta gekk misvel í fjölskyldumeðlimi, Guðjón Andri var sérstaklega hrifinn af fuglunum en Sunneva var ansi smeyk við þá og vildi bara eltast við maura og skoða hundinn á bænum.
Um kvöldið var loks ákveðið að elda humarinn sem var keyptur af karlinum á horninu fyrir framan Blue Diamond verslunarmiðstöðina. Húsfreyjan tók sér matarskæri og stóran hníf í hönd, klippti, skar og hjó blessaðan humarinn. Dýrunum var skellt í pott þar sem þau voru soðin og komu fallega bleik og hvít upp úr pottinum eftir matreiðslu. Satt best að segja frábær matur, sérstaklega miðað við fyrstu reynslu okkar á risahumri. Ekki skemmti að hafa hvítlaukssmjör, baguette og kælt hvítvín með.
Rockland's Bird Sanctuary er uppi í fjöllunum, keyrður var þröngur malarvegur þangað til að komið er að húsi sem er falið vel í gróðri. Þegar þangað var komið tók maður á móti okkur, setti fólkið niður í stóla fyrir utan húsið, setti fræ á læri þeirra og litla flösku með sykurvatni í hendi. Finkur komu og settust á lærin og kroppuðu í kornið. Kólíbrífuglar komu og settust á puttann og drukku úr flöskunni. Þetta gekk misvel í fjölskyldumeðlimi, Guðjón Andri var sérstaklega hrifinn af fuglunum en Sunneva var ansi smeyk við þá og vildi bara eltast við maura og skoða hundinn á bænum.
Um kvöldið var loks ákveðið að elda humarinn sem var keyptur af karlinum á horninu fyrir framan Blue Diamond verslunarmiðstöðina. Húsfreyjan tók sér matarskæri og stóran hníf í hönd, klippti, skar og hjó blessaðan humarinn. Dýrunum var skellt í pott þar sem þau voru soðin og komu fallega bleik og hvít upp úr pottinum eftir matreiðslu. Satt best að segja frábær matur, sérstaklega miðað við fyrstu reynslu okkar á risahumri. Ekki skemmti að hafa hvítlaukssmjör, baguette og kælt hvítvín með.
sunnudagur, júlí 18, 2010
Bros í hverju andliti
Við höfum ekki beint verið að upplifa Jamaica eins og venjulegir túristar gera þar sem við búum ekki á hóteli. Maður kynnist fólkinu á eynni betur í göngutúr, í búðinni eða á public beach. Það er ekki mikið um strendur fyrir hinn almenna borgara. Mest öll strandlengjan er undirlögð af hótelkeðjum sem eru afgirt og ekki aðgangur að þeim nema að greiða aðgang sem hinn venjulegi borgari getur almennt ekki leyft sér. Í gær fórum við í heimsókn til Falmouth þar sem Valdi vinnur. Bærinn er ekki mjög aðlaðandi að sjá við fyrstu sýn en verið er að vinna í átaki að hreinsa til í honum þegar túristarnir fara að streyma með skemmtiferðaskipunum.
Eftir Falmouth keyrðum við áfram í átt að Ocho Rio þar sem við leituðum að góðri public beach. Í allri leitinni að strönd gleymdi Valdi sér aðeins og var stöðvaður af lögreglunni, þeir tóku þessu létt og sáum við hvað löggan er misjöfn milli landa. Nenntu ekki að skrá niður nafn og upplýsingar um útlending, vildu fá aur í vasann og málið dautt.
Fundum strönd þar sem voru háar öldur sem strákunum fannst æðislegt. Þeir fundu strák sem var meira en lítið til í að leika sér með þeim í sjónum. Sunneva fékk eins og alltaf mikla athygli frá stelpum og konum, ohh..pretty girl...hárið hennar verður bara ljósara...og hún vön athyglinni.
Fólkið er mjög opið hérna, heilsar manni á förnum vegi, alltaf til í spjalla, brosmilt og afar forvitið um þessa fjölskyldu sem flækist um allar slóðir.
Eftir Falmouth keyrðum við áfram í átt að Ocho Rio þar sem við leituðum að góðri public beach. Í allri leitinni að strönd gleymdi Valdi sér aðeins og var stöðvaður af lögreglunni, þeir tóku þessu létt og sáum við hvað löggan er misjöfn milli landa. Nenntu ekki að skrá niður nafn og upplýsingar um útlending, vildu fá aur í vasann og málið dautt.
Fundum strönd þar sem voru háar öldur sem strákunum fannst æðislegt. Þeir fundu strák sem var meira en lítið til í að leika sér með þeim í sjónum. Sunneva fékk eins og alltaf mikla athygli frá stelpum og konum, ohh..pretty girl...hárið hennar verður bara ljósara...og hún vön athyglinni.
Fólkið er mjög opið hérna, heilsar manni á förnum vegi, alltaf til í spjalla, brosmilt og afar forvitið um þessa fjölskyldu sem flækist um allar slóðir.
föstudagur, júlí 16, 2010
Hýbýli manna eru misjöfn
Sit hér í loftkældri og fallegri íbúðinni, með sundlaug nokkrum skrefum frá í glæsilegum garði sem hann Andrew hugsar afar vel um, örugg innan afgirtrar girðingar. Hér í kring eru fleiri glæsileg komplex og enn flottari hinum megin í bænum, einbýlishúsahverfi þar sem sundlaug er við hvert hús og einkaströnd fyrir alla. Þar er mikil öryggisgæsla, enginn fær að komast þar inn nema tékka sig inn hjá verði sem hringir í þann sem á að heimsækja og skráir niður númer bílsins. Ekki langt frá svæðinu sem við búum á eru hálfgerð hreysi, litlir hjallar með bárujárnsþaki, en út úr þeim kemur vel til haft fólk á leið til vinnu. Sumir hafa hugsað stórt eins og heima, hús hálfbyggð, vantar kannski glugga, hurðar og stundum veggi en fólk lætur sig hafa það og býr þar samt. Situr innan um steypustyrktarjárnið með borð og stóla. Það þarf ekki mikið að hugsa um kulda hér enda er veðrið svipað allt árið þó nú sér heitasti tími ársins, mikill raki, heitara og minni vindur en t.d. þegar túristaseasonið er í gangi. Þegar við keyrðum til Negril um daginn keyrðum við bæði gegnum þorp og sveitir. Held það sé óhætt að segja að þröngt mega sáttir sitja, þar sem þetta voru oft litlir kofar sem fólk býr í. En þó fólk sé augljóslega fátækt er það líklegast er ekki svangt enda vaxa bananar út um allar jarðir auk margra annarra ávaxta sem fólk getur sótt til matar eða selt við vegakantinn sem er reyndar mikið um. Einnig er farið með snorkel og skutul út í sjó og fiskur veiddur til matar.
miðvikudagur, júlí 14, 2010
Hvað er þetta með að keyra á röngum vegarhelmingi?
Í dag var komið að þeim degi sem húsfreyjan hafði kviðið fyrir, keyra í Jamaískri vinstri umferð. Vaknaði nokkrum sinnum í nótt hugsandi um hvað ef..... ég keyri á móti umferð, villist í umferðinni....o.s.frv.
Ákvað að keyra yfir í Mega Mart, stóra verslunarmiðstöð í hinum enda bæjarins. Sem betur fer var ég búin að fara þessa leið nokkrum sinnum með Valda þannig að ég vissi hvert ég var að fara. Byrjaði reyndar að setjast inn hægra meginn í bílinn, ekki síðasta sinn hjá mér, þegar ég var lögð af stað bað ég börnin á tala ekki við mig á leiðinni, þurfti að einbeita mér að akstrinum.
Í stuttu máli sagt komst ég á leiðarenda og til baka, enda væri ég ekki að skrifa þetta ef það hefði ekki tekist ;0) Bakaleiðin var mun betri verður að segjast. Ég fór meira að segja aðra ferð í dag, á flotta strönd með æðislegum bekkjum og sundlaug, sem ekki er farið að rukka inn á ennþá, byrjar ekki fyrr en aðal túrista seasonið byrjar í desember og stendur fram yfir spring break í bandarískum háskólum.
Er meira að segja orðin svo djörf að ætla í heimsókn í bæinn þar sem Valdi vinnur, Falmouth, enda stærsti útimarkaðurinn á eyjunni, fullt af sölufólki kemur frá Kingston á þennan markað á miðvikudögum.
Skrifa aftur á morgun ef ég skila mér til baka, hehe.....
Ákvað að keyra yfir í Mega Mart, stóra verslunarmiðstöð í hinum enda bæjarins. Sem betur fer var ég búin að fara þessa leið nokkrum sinnum með Valda þannig að ég vissi hvert ég var að fara. Byrjaði reyndar að setjast inn hægra meginn í bílinn, ekki síðasta sinn hjá mér, þegar ég var lögð af stað bað ég börnin á tala ekki við mig á leiðinni, þurfti að einbeita mér að akstrinum.
Í stuttu máli sagt komst ég á leiðarenda og til baka, enda væri ég ekki að skrifa þetta ef það hefði ekki tekist ;0) Bakaleiðin var mun betri verður að segjast. Ég fór meira að segja aðra ferð í dag, á flotta strönd með æðislegum bekkjum og sundlaug, sem ekki er farið að rukka inn á ennþá, byrjar ekki fyrr en aðal túrista seasonið byrjar í desember og stendur fram yfir spring break í bandarískum háskólum.
Er meira að segja orðin svo djörf að ætla í heimsókn í bæinn þar sem Valdi vinnur, Falmouth, enda stærsti útimarkaðurinn á eyjunni, fullt af sölufólki kemur frá Kingston á þennan markað á miðvikudögum.
Skrifa aftur á morgun ef ég skila mér til baka, hehe.....
Sundlaugargarður
Fórum í fyrstu langferðina á sunnudaginn síðasta. Farið var í Kool Runnings vatnsrennigarðinn í Negril á vesturströnd eyjarinnar. Ferðin tók 1 1/2 tíma hvora leið og náðum við að sjá smá hluta af Jamaica á leiðinni. Landslagið er mjög fallegt, gróður og skógur alla leið, keyrðum meðfram ströndinni mesta part leiðarinnar og gegnum nokkra bæi. Við eyddum rúmlega 5 klukkutímum í garðinum, allir fjölskyldumeðlimir fóru í hinar og þessar rennibrautir þó svo að Guðjón og Adrían hafi átt vinninnginn. Mikið stuð var þegar þeir fengu foreldra sína með sér (í sitt hvoru lagi að sjálfsögðu) í þriggja manna kút niður Kool Runnings brautina. Allir skemmtu sér ofur vel og var það þreyttir foreldrar sem komu heim eftir þessa ferð. Strákarnir hittu aftur á móti Silju (íslenska stelpu sem býr í sama complexi) og fóru með henni í sundlaugina, voru víst ekki búnir að fá nóg. Sunneva er orðin ansi dugleg í sundlauginni og í sjónum, syndur eins og ekkert sé, svona miðað við aldur :o)
sunnudagur, júlí 11, 2010
Fleiri sögur af dýrum
Moskítóflugurnar hafa tekið ástfóstri við gömlu hjónin. Þær hafa þroskaðan smekk og vilja bara gott og gamalt blóð. Maður er stunginn út um alla fætur og hendur. Strákarnir hafa sloppið betur en Sunneva hefur fengið tvö bit, vona að þau verði ekki mikið fleiri en það.
Það kom óboðinn gestur í eldhúsið okkar fyrir stuttu. Guðjón kallaði upp að hann hafði séð kakkalakka og þegar húsfreyjan kom þar að blasti við stórt svart kvikindi sem lallaði í hægðum sínum um gólfið. Húsbóndinn greip tissjú og batt endi á líf gestisins en húsfreyjan er enn á þeirri skoðun að þetta hafi verið stór bjalla en ekki kakkalakki í heimsókn. Ef þetta er kakkalakki er það sá stærsti sem ég hef séð á minni ævi og hef ég séð nokkra.
Valdi var sendur út í búð að kaupa egg og smjör í gær en kom til baka með 4 spriklandi risahumra í plastpoka. Þeir voru kannski ekki að sprikla mikið en voru kannski frekar í dauðateygjunum. Næsta mál á dagskrá er að finna nógu stóran pott til að sjóða þá og finna matreiðsluaðferð. Dugar ekki það sama með litlu humrana frá Íslandi.
Við höfum annars verið dugleg að kaupa ávexti, ljótustu en bragðbestu appelsínur sem við höfum smakkað, æðislegan ananas, papaya, mangó, melónur og banana. Epli eru frekar dýr enda ekki eplaseason og allt innflutt frá Bandaríkjunum. Matur er annars dýr hérna og maður leggur sig fram að kaupa local vöru sem er ódýrari, þar á meðal bjórinn, Red Stripe sem er með afbrigðum góður í hitanum, 30-35 gráður og mikill raki.
Það kom óboðinn gestur í eldhúsið okkar fyrir stuttu. Guðjón kallaði upp að hann hafði séð kakkalakka og þegar húsfreyjan kom þar að blasti við stórt svart kvikindi sem lallaði í hægðum sínum um gólfið. Húsbóndinn greip tissjú og batt endi á líf gestisins en húsfreyjan er enn á þeirri skoðun að þetta hafi verið stór bjalla en ekki kakkalakki í heimsókn. Ef þetta er kakkalakki er það sá stærsti sem ég hef séð á minni ævi og hef ég séð nokkra.
Valdi var sendur út í búð að kaupa egg og smjör í gær en kom til baka með 4 spriklandi risahumra í plastpoka. Þeir voru kannski ekki að sprikla mikið en voru kannski frekar í dauðateygjunum. Næsta mál á dagskrá er að finna nógu stóran pott til að sjóða þá og finna matreiðsluaðferð. Dugar ekki það sama með litlu humrana frá Íslandi.
Við höfum annars verið dugleg að kaupa ávexti, ljótustu en bragðbestu appelsínur sem við höfum smakkað, æðislegan ananas, papaya, mangó, melónur og banana. Epli eru frekar dýr enda ekki eplaseason og allt innflutt frá Bandaríkjunum. Matur er annars dýr hérna og maður leggur sig fram að kaupa local vöru sem er ódýrari, þar á meðal bjórinn, Red Stripe sem er með afbrigðum góður í hitanum, 30-35 gráður og mikill raki.
miðvikudagur, júlí 07, 2010
Ein vika liðin
Nú höfum við verið eina viku á Jamaica. Fjölskyldan hefur tekið því rólega svona fyrst um sinn á meðan verið er að venjast aðstæðum og sólinni. Við höldum okkur mikið í garðinum okkar og lauginni og í smá svala í íbúðinni. Valdi vinnur alla daga nema sunnudaga og tekur húsfreyjan á móti bóndanum með viskí on the rocks eftir erfiðan vinnudag. Smá djók, bjórflaska kannski opnuð.
Sólin hefur farið misvel í okkur, Hrönn, Adrían og Sunneva þurfa að passa sig á bruna, Sunblock notað á þau tvö yngstu, Adrían fékk sólareksem og hefur verið í stuttermabol í laugarferðum sínum. Vorum kannski heldur dugleg á ströndinni á sunnudaginn. Guðjón Andri hefur erft litarhaft föðurafa síns, verður dökkur við fyrsta sólarljós. Þetta er annars algjör lúxus, tvær kellur bönkuðu uppá í dag með tuskur, kústa og skúringafötur og þrifu íbúðina hátt og lágt. Húsfreyjan dreif sig út með börnin á meðan þær skúruðu út úr íbúðinni, flott þjónusta þetta, enda er þetta gert fyrir karla sem vinna úti alla daga og hafa engan tíma fyrir þrif.
Húsfreyjan er komin með annan fótinn inn fyrir dyrnar á kvenfélagi staðarins, reyndar er helmingur þeirra staddur á Íslandi þessa dagana en það er ágætt að hitta aðrar kvensur í spjalli. Skilum bestu kveðjum heim á klakann, sakna engann veginn frétta þaðan, enda virðist ekki mikið vera um góðar fréttir frá Íslandi þessa dagana.
Sólin hefur farið misvel í okkur, Hrönn, Adrían og Sunneva þurfa að passa sig á bruna, Sunblock notað á þau tvö yngstu, Adrían fékk sólareksem og hefur verið í stuttermabol í laugarferðum sínum. Vorum kannski heldur dugleg á ströndinni á sunnudaginn. Guðjón Andri hefur erft litarhaft föðurafa síns, verður dökkur við fyrsta sólarljós. Þetta er annars algjör lúxus, tvær kellur bönkuðu uppá í dag með tuskur, kústa og skúringafötur og þrifu íbúðina hátt og lágt. Húsfreyjan dreif sig út með börnin á meðan þær skúruðu út úr íbúðinni, flott þjónusta þetta, enda er þetta gert fyrir karla sem vinna úti alla daga og hafa engan tíma fyrir þrif.
Húsfreyjan er komin með annan fótinn inn fyrir dyrnar á kvenfélagi staðarins, reyndar er helmingur þeirra staddur á Íslandi þessa dagana en það er ágætt að hitta aðrar kvensur í spjalli. Skilum bestu kveðjum heim á klakann, sakna engann veginn frétta þaðan, enda virðist ekki mikið vera um góðar fréttir frá Íslandi þessa dagana.
þriðjudagur, júlí 06, 2010
Hiti, sviti og dýralíf
Óhætt er að segja að það er heitt og svitinn bogar af manni í landi reaggi og Marley. Það tekur því ekkert fyrir húsmóðurina að reyna að halda sig huggulegri með því að skella öðru en sólaráburði í andlitið. Ég þakka guði fyrir loftkælingu í íbúðinni, reyndar er loftkæling í báðum svefnherbergjum og í stofu. Sunneva sefur vel í hitanum, þó svo að betra sé að hafa smá kælingu svo hún vakni ekki í svitabaði. Við tvær fórum í gönguferð í Blue Diamond verslunarmiðstöðina í dag þar sem ég stóð gjörsamlega kófsveitt í biðröð eftir Jamaísku símakorti í símabúðinni, skildi ekkert í því af hverju það sást ekki svitadropi á afgreiðsludömunni.
Það er heilmikið dýralíf í garðinum hjá okkur. Falleg og skrautleg fiðrildi flögra um hjá blómum og trjám í garðinum, ofurlitlar eðlur skjótast um húsið (hafa ennþá ekki heimsótt okkar íbúð frekar en flest önnur dýr sem betur fer). Í kvöld þegar myrkrið var skollið á benti Valdi strákunum á lítinn gest fyrir framan íbúðina, þar var kominn agnarlítill froskur, svo lítill að hann varla stærri en feit og stór fluga. Síðan höfum við einn nágranna úr dýraríkinu sem býr á jarðhæðinni, hund sem geltir endalaust við öll tækifæri sem gefast. Í gær fórum við á ströndina á Doctors Cave Beach í Mobay, strákarnir syntu út að kóralrifum þar sem þeir sáu skrautlega fiska synda um, Dórur og Nemóa, stingskötu og smokkfiska. Þeir fundu líka sokkið skip þó svo það hafi ekki verið í líkingu við Pirates of the Carribean.
Það er heilmikið dýralíf í garðinum hjá okkur. Falleg og skrautleg fiðrildi flögra um hjá blómum og trjám í garðinum, ofurlitlar eðlur skjótast um húsið (hafa ennþá ekki heimsótt okkar íbúð frekar en flest önnur dýr sem betur fer). Í kvöld þegar myrkrið var skollið á benti Valdi strákunum á lítinn gest fyrir framan íbúðina, þar var kominn agnarlítill froskur, svo lítill að hann varla stærri en feit og stór fluga. Síðan höfum við einn nágranna úr dýraríkinu sem býr á jarðhæðinni, hund sem geltir endalaust við öll tækifæri sem gefast. Í gær fórum við á ströndina á Doctors Cave Beach í Mobay, strákarnir syntu út að kóralrifum þar sem þeir sáu skrautlega fiska synda um, Dórur og Nemóa, stingskötu og smokkfiska. Þeir fundu líka sokkið skip þó svo það hafi ekki verið í líkingu við Pirates of the Carribean.
Ferðin til Jamaíka
Jæja, þá er fjölskyldan komin til Jamaíka. Ferðin gekk ótrúlega vel, sem þýðir að börnin þrjú hafi staðið sig vel á leiðinni. Flugið frá New York til Montego Bay gekk ekki slysalaust fyrir sig þar sem loftræstingin ofhitnaði þannig að vélin þurfti að "bakka" aftur í stæðið fyrir stutta viðgerð. Síðan var svo mikil ókyrrð í loftinu til Jamaica að helmingur flugfarþega (þar með talin fjölskyldan) fékk hvorki vott né þurrt á leiðinni. Flugþjónninn henti í okkur smá snakk poka og kexi rétt fyrir lendingu svona til að gefa okkur eitthvað. Það sem bjargaði fluginu var flott entertainment center þar sem hægt var að velja um margar bíómyndir, þætti og amerískar sjónvarpsstöðvar.
Það átti ekki að hleypa okkur í landið þar sem við vorum ekki með skráð heimilisfang, en Valdi reddaði því í snarhasti með einu símtali. Íbúðin er á flottu svæði, lokað af með girðingu og hliði, meira að segja vörður þegar dimma tekur. Sundlaugin er í ca 200 metra fjarlægð frá íbúðinni og er aðallega notuð af Guðjóni og Adrían, hef ekki séð marga aðra íbúa nota hana. Það er meira að segja smá líkamsræktaraðstaða við hliðina á lauginni.
Það átti ekki að hleypa okkur í landið þar sem við vorum ekki með skráð heimilisfang, en Valdi reddaði því í snarhasti með einu símtali. Íbúðin er á flottu svæði, lokað af með girðingu og hliði, meira að segja vörður þegar dimma tekur. Sundlaugin er í ca 200 metra fjarlægð frá íbúðinni og er aðallega notuð af Guðjóni og Adrían, hef ekki séð marga aðra íbúa nota hana. Það er meira að segja smá líkamsræktaraðstaða við hliðina á lauginni.
laugardagur, maí 29, 2010
Krókódílar
Í lok maí þurftum við að flytja burt úr dúkkulísuhverfinu okkar í Lake Baldwin. Ég og Per áttum ljúfsára kveðjustund með "the Locals" á Winestyles. Winestyles er lítill vínbar í litla þorpinu og vorum við eins og heimalingar þarna. Þekktum orðið hvern kjaft, reyndar voru þeir ekki margir, enda voru þessir kjaftar þarna öll kvöld. James fyrrum trommar Iron Butterfly, George frá Kúbu, sá rangeygði, Jeanie "in the bottle" ásamt eigendunum Mark gyðingnum frá New York og feitu konunni hans og fleiri og fleiri. Það vakti ávallt lukku þegar við Per mættum á staðinn og oft mikið skrafað.
En núna var haldið á túristaslóðir. Ég og Axel vorum búnir að fá okkur kytru í Westgate Palace sem er 19 hæða turn við endann á International Drive. International Drive, eða I-drive, er helsta túristagatan í Orlando. Þaðan er stutt í bæði Universal, Disney og svo er Wet'n'Wild beint á móti. Þessi gata er óttalega farin að láta á sjá og lítið spennandi með öllum sínum ljósaskiltum. En góða við þetta var að sjálfsögðu að maður gat labbað í flest það sem maður langaði til.
Eitt einkennismerki Flórída er að sjálfsögðu krókódíllinn. Þrátt fyrir það átti ég ekki beint von á að sjá hann í garðinum hjá mér. Var á leiðinni í lyftuna þegar tvær litlar stelpur spyrja hvort að ég hafi séð krókódílinn. Eitthvað var ég vantrúaður á þetta en kíkti samt út um gluggann og viti menn, þarna lá hann í makindum sínum.
Þetta var reyndar enginn risi, sennilega í kríngum 4 fet (að sjálfsögðu er allt í fetum núna) og að öllum líkindum fremur nýsloppinu úr krókódíla-mínigolfinu (sjá myndir hér til hliðar). Þessu til stuðnings þótti honum ekkert leiðinlegt að láta fóðra sig. Ekki hafði ég áhuga á að fíflast í honum en nokkrir ungir drengir voru ófeimnir við hann og fannst lítið að því að atast soldið í honum. Þess má geta að það er smá strönd ætluð fyrir litlu börnin í ca. 3 metra fjarlægð frá vatninu. Sjarmerandi.
fimmtudagur, maí 20, 2010
Miami
Ég flaug aftur til Orlando þann 13. apríl. Sótt var um atvinnuleyfið mitt í Jamaica í desember og voru hin gullnu plögg komin á sinn stað í inboxið. Þar með var þó ekki kálið sopið því að nú þurfti að fara og heimsækja Jamaiska konsúlinn í Miami.
Konsúllinn atarna er ekki mikill vinnuhestur og opnar einungis skrifstofu sína milli klukkan 9-12 á morgnana. Milli Orlando og Miami eru ríflega 300km og því var ljóst að það þurfti að fara snemma af stað. Ekki verður þó sagt að flókið sé að fara til Miami, beygt af I4 niður á Florida Turnpike og svo er bara stímt niður eftir. Förin gekk að óskum og vorum við vinnufélagarnir komnir til Konsúlsins um hálf ellefu. Þar tók við ákveðinn prósess sem innifól ýmsa upplýsingagjöf og síðan ætluðu þessir ágætu starfsmenn einfaldlega að taka passann af okkur og síðan áttum við að koma síðar og sækja hann, þ.e. næsta dag eða síðar. Þetta gekk að sjálfsögðu ekki og eftir smákvabb var samið um hraðgjald og þá tæki prósessin um klukkutíma.
Á Travel Channel horfði ég um daginn á þátt um 15 "most sexy beaches in the world". Næst mynd er einmitt tekin á þeirri í öðru sæti eða South Beach Miami.
Þess má kannski einnig geta að ég hef einmitt legið heldur spengilegri á the most sexy beach in the world sem valin var á Travel Channel sem var Ipanema í Rio de Janeiro.
þriðjudagur, maí 18, 2010
Lokadagar marsmánaðar
Mér hefur ekki enn tekist að gerast alvörubloggari þrátt fyrir mjög góðan ásetning. Ástæðan er þó kannski ekki leti eða áhugaleysi fyrir blogginu heldur má kenna atburðaleysi hér að mestu um. Í mars gerðist heldur lítið. Skítaveður gekk yfir Flórída og lítið spennandi að gera.
Þann 1. apríl flaug ég síðan heim og átti afar ánægjulega páska með fjölskyldunni. Ég var núna búinn að vera í tæpa 2,5 mánuði í burtu og var aðskilnaðurinn ansi erfiður. Við þökkum þó tækninni fyrir að gera þetta mun bærilegra. SKYPE er frábær hlutur. Ég hafði aldrei prófað þetta fyrr, enda kannski haft litla ástæðu til. Núna spjallar maður reglulega við alla í fjölskyldunni og það í mynd og alles. Strákarnir hringja þegar þeir vilja (muna) og þetta tryggir að sú stutta man eftir pabba sínum.
Þegar ég var sóttur á flugvöllinn var Sunneva dálítið feimin en það tók ekki nema daginn til að vinna traust hennar aftur. Strákarnir eru þó heldur fljótari að bregðast við þessum breytingum.
Fór út aftur þann 13. apríl og mun ég rifja þann kafla upp á næstu dögum.
Þann 1. apríl flaug ég síðan heim og átti afar ánægjulega páska með fjölskyldunni. Ég var núna búinn að vera í tæpa 2,5 mánuði í burtu og var aðskilnaðurinn ansi erfiður. Við þökkum þó tækninni fyrir að gera þetta mun bærilegra. SKYPE er frábær hlutur. Ég hafði aldrei prófað þetta fyrr, enda kannski haft litla ástæðu til. Núna spjallar maður reglulega við alla í fjölskyldunni og það í mynd og alles. Strákarnir hringja þegar þeir vilja (muna) og þetta tryggir að sú stutta man eftir pabba sínum.
Þegar ég var sóttur á flugvöllinn var Sunneva dálítið feimin en það tók ekki nema daginn til að vinna traust hennar aftur. Strákarnir eru þó heldur fljótari að bregðast við þessum breytingum.
Fór út aftur þann 13. apríl og mun ég rifja þann kafla upp á næstu dögum.
miðvikudagur, mars 10, 2010
Fantasy of Flight
Fljótlega eftir að ég kom til Orlando heimsótti ég ásamt vinnufélaganum Fantasy of Flight.
http://www.fantasyofflight.com/
Þetta er stærsta flugsafn heims í einkaeigu. Eigandinn, Kermit Weeks, er síðhærður hippi sem fæddist með slfurskeið í munni. Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að hafa myndir af Kermit til frekari skýringa. Ég fann tvær góðar og gat ekki valið á milli þannig að báðar fylgja með.
Foreldrar hans fundu olíulind í Ástralíu og var faðir hans svo skratti klókur að hann seldi lindina með því skilyrði að hann fengi ávallt prósentuhlut í stað heildargreiðslu. Viti menn, hann er enn að fá pening.
Kermit þessi fékk flugáhugann snemma og hefur aldrei unnið heiðarlega vinnu. Fljótlega kaupir hann gríðarstórt land í Flórída og er búinn að byggja þar upp magnað flugsafn með eldri rellum frá upphafi flugs og miklum fjölda véla úr fyrri og seinni heimsstyrjöld. Að auki ýmissia farþegavéla frá fyrstu árum almenns farþegaflugs eru troðfull flugskýli af gömlum vélum í bútum ásamt mótorum og flugspöðum.
Fjöldinn allur af vélum í sýningarsalnum eru flughæfar sem verður að teljast ansi merkilegt. Síðan er enn eitt risaskýlið þar sem verið er að vinna í nokkrum vélum sem á að koma í flughæft form. Fyrir flugmenn og hinn almenna flugdólg er þetta hið skemmtilegasta safn og hugsar maður óneitanlega til þess að rosalega gaman væri að geta sinnt sínu eigin áhugamáli á sama hátt og Kermit Weeks.
http://www.fantasyofflight.com/
Þetta er stærsta flugsafn heims í einkaeigu. Eigandinn, Kermit Weeks, er síðhærður hippi sem fæddist með slfurskeið í munni. Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að hafa myndir af Kermit til frekari skýringa. Ég fann tvær góðar og gat ekki valið á milli þannig að báðar fylgja með.
Einhverjir sjá væntanlega bandaríska drauminn í hillingum eftir þetta.
Foreldrar hans fundu olíulind í Ástralíu og var faðir hans svo skratti klókur að hann seldi lindina með því skilyrði að hann fengi ávallt prósentuhlut í stað heildargreiðslu. Viti menn, hann er enn að fá pening.
Kermit þessi fékk flugáhugann snemma og hefur aldrei unnið heiðarlega vinnu. Fljótlega kaupir hann gríðarstórt land í Flórída og er búinn að byggja þar upp magnað flugsafn með eldri rellum frá upphafi flugs og miklum fjölda véla úr fyrri og seinni heimsstyrjöld. Að auki ýmissia farþegavéla frá fyrstu árum almenns farþegaflugs eru troðfull flugskýli af gömlum vélum í bútum ásamt mótorum og flugspöðum.
Fjöldinn allur af vélum í sýningarsalnum eru flughæfar sem verður að teljast ansi merkilegt. Síðan er enn eitt risaskýlið þar sem verið er að vinna í nokkrum vélum sem á að koma í flughæft form. Fyrir flugmenn og hinn almenna flugdólg er þetta hið skemmtilegasta safn og hugsar maður óneitanlega til þess að rosalega gaman væri að geta sinnt sínu eigin áhugamáli á sama hátt og Kermit Weeks.
föstudagur, mars 05, 2010
Manatees
Í viðleitni okkar vinnufélaaganna til þess að drekka í okkur menningu Ameríku reynum við að gera eitthvað uppbyggilegt á sunnudögum. Ég er ekki viss um að skemmtigarðarnir hér í kring myndu teljast menning en óháð því þá er ég ekki til í að fara í Disney World án krakkanna. Hefði mig ekki í það að segja þeim að ég væri nýbúinn að heimsækja Mikka mús og félaga.
Seinasta sunnudag héldum við í Blue Spring State Park og var megintilgangurinn að sjá hið magnaða fyrirbæri Manatee. Eins og nafnið hljómar er næsta víst að um sé einhverja ógurlega skepnu að ræða. Blue Spring er uppspretta sem rennur til sjávar og er hitastigið ávallt 22 gráður í þessari lind. Manateeinn siglir tignarlega upp þessa á og heldur sig á þessum slóðum yfir veturinn. Á vissum tímabilum er mannskepnunni leyft að kafa í vatninu og kynnast þessu ógnardýri. Það er ekki laust við að maður rifji upp háhyrninginn Tilly sem um daginn drap sinn þriðja þjálfara á ferli sínum í Sea World. Ekki er þó þekkt að Manateeinn hafi orðið manni að bana. Gríðarlega spenntir fylgdumst við með atferli dýrsins frá hinum ýmsu útsýnispöllum og fengum okkur góðan göngutúr upp að uppsprettu.
En þegar öll kurl koma til grafar er Manateeinn ekkert annað en skeggjuð sækýr. Algerlega laus við allt skemmtanagildi. Sílspikuð lullar hún sér fram og aftur ánna. Enginn hefur í raun áhuga á sækúnni og hún hefur ekki áhuga á neinum. Hún á sér enga náttúrulega óvini en á undir högg að sækja þar sem að þær í sífellu er að flækjast í skrúfum báta sem sigla um strendur Flórída.
Þetta þykir stórmerkilegt hér í Flórída. Myndir af skepnunni má sjá hér til hliðar.
Seinasta sunnudag héldum við í Blue Spring State Park og var megintilgangurinn að sjá hið magnaða fyrirbæri Manatee. Eins og nafnið hljómar er næsta víst að um sé einhverja ógurlega skepnu að ræða. Blue Spring er uppspretta sem rennur til sjávar og er hitastigið ávallt 22 gráður í þessari lind. Manateeinn siglir tignarlega upp þessa á og heldur sig á þessum slóðum yfir veturinn. Á vissum tímabilum er mannskepnunni leyft að kafa í vatninu og kynnast þessu ógnardýri. Það er ekki laust við að maður rifji upp háhyrninginn Tilly sem um daginn drap sinn þriðja þjálfara á ferli sínum í Sea World. Ekki er þó þekkt að Manateeinn hafi orðið manni að bana. Gríðarlega spenntir fylgdumst við með atferli dýrsins frá hinum ýmsu útsýnispöllum og fengum okkur góðan göngutúr upp að uppsprettu.
En þegar öll kurl koma til grafar er Manateeinn ekkert annað en skeggjuð sækýr. Algerlega laus við allt skemmtanagildi. Sílspikuð lullar hún sér fram og aftur ánna. Enginn hefur í raun áhuga á sækúnni og hún hefur ekki áhuga á neinum. Hún á sér enga náttúrulega óvini en á undir högg að sækja þar sem að þær í sífellu er að flækjast í skrúfum báta sem sigla um strendur Flórída.
Þetta þykir stórmerkilegt hér í Flórída. Myndir af skepnunni má sjá hér til hliðar.
laugardagur, febrúar 27, 2010
Þjóðarsportið
Fór eftir vinnu í létt skokk í kringum Lake Baldwin. Nennti ekki tvo hringi og renndi upp á aðalleiksvæðið í dúkkulísuhverfinu. Þar eru nokkrir hafnaboltavellir og staldraði ég við á einum þeirra. Hafnabolti á víst að vera þjóðarsport þeirra Ameríkana en það er sama hversu lengi eða mikið maður spáir í þessu, það er engin leið að hafa gaman af þessu.
Í þessu sporti gerist nákvæmlega ekki neitt. Þarna stóðu krakkagreyin á öllum höfnum (bases) og einn kastari (pitcher) gerði sitt besta til að hitta nálægt sláaranum (batter) en því miður, fyrir alla, hitti kastarinn mjög sjaldan nálægt sláarnum og ef hann var nálægt þá hitti sláarinn aldrei boltann. Það þýddi að enginn af krakkagreyjunum sem stóðu út um allan völl höfðu eitthvað að gera, þau stóðu bara þarna eins og klessur.
Í atvinnumannadeildinni NBL, þar sem fullorðnir karlmenn fá gríðarlegar upphæðir fyrir að gera ekki neitt, gerist nákvæmlega sami hluturinn sí og æ. Leikurinn fer fram í lotum (innings) og enda þær oft og iðulega 0-0. Það þýðir að kastarinn hefur slegið út alla sláarana og því er ekkert skorað í lotunni. Þegar þetta gerist aftur og aftur og leikurinn endar á litlu sem engu skori, sem þýðir að nær ekkert hafi gers í leiknum allan tímann. En það þýðir engan veginn að kananum sé ekki skemmt. Þetta kallar hann "Classic Pitcher duel", situr svo með pylsuna og bjórinn upp í stúku glaður í bragði. Ömurlegt þ.e. fyrir utan bjórinn.
Í þessu sporti gerist nákvæmlega ekki neitt. Þarna stóðu krakkagreyin á öllum höfnum (bases) og einn kastari (pitcher) gerði sitt besta til að hitta nálægt sláaranum (batter) en því miður, fyrir alla, hitti kastarinn mjög sjaldan nálægt sláarnum og ef hann var nálægt þá hitti sláarinn aldrei boltann. Það þýddi að enginn af krakkagreyjunum sem stóðu út um allan völl höfðu eitthvað að gera, þau stóðu bara þarna eins og klessur.
Í atvinnumannadeildinni NBL, þar sem fullorðnir karlmenn fá gríðarlegar upphæðir fyrir að gera ekki neitt, gerist nákvæmlega sami hluturinn sí og æ. Leikurinn fer fram í lotum (innings) og enda þær oft og iðulega 0-0. Það þýðir að kastarinn hefur slegið út alla sláarana og því er ekkert skorað í lotunni. Þegar þetta gerist aftur og aftur og leikurinn endar á litlu sem engu skori, sem þýðir að nær ekkert hafi gers í leiknum allan tímann. En það þýðir engan veginn að kananum sé ekki skemmt. Þetta kallar hann "Classic Pitcher duel", situr svo með pylsuna og bjórinn upp í stúku glaður í bragði. Ömurlegt þ.e. fyrir utan bjórinn.
mánudagur, febrúar 22, 2010
Umferð og almenningssamgöngur
Nú er maður búinn að vera hérna í tæpan mánuð og eitt það leiðinlegasta við umhverfið er bílinn. Hér fer maður ekkert gangandi. Hvert sem maður þarf að fara er nauðsynlegt að stíga upp í bílinn og halda af stað. Allt er hugsað með bílinn í öndvegi. Að sjálfsögðu þýðir þetta einnig að á annatímum er alltaf bifreiðarstappa og maður hangir í klukkutíma til þess að komast 10 mínútna leið þegar maður fer heim úr vinnu.
Til þess að tryggja að þetta ástand haldi eru nánast engar almenningssamgöngur. Einhverjir örfáir strætóar sem sjást endrum og eins en eins og menn geta giskað á, eru þeir allir tómir. Engar innanbæjar lestar eða eitthvað í þá áttina. Lifi bíllinn.
Ég fer samt gangandi ef ég get, öll hreyfing er góð hreyfing. Heyrði eina góða sögu af Íslending nokkrum sem gekk í háskóla hér í landi. Eitt skiptið þegar hann var að ganga í skólann hægir aðvífandi bíll á sér og glugginn opnast, amerískt andlit stingst út um gluggan og galar kaldhæðninslega "looser". Það labbar enginn í the States nema nauðbeygður.
Til þess að tryggja að þetta ástand haldi eru nánast engar almenningssamgöngur. Einhverjir örfáir strætóar sem sjást endrum og eins en eins og menn geta giskað á, eru þeir allir tómir. Engar innanbæjar lestar eða eitthvað í þá áttina. Lifi bíllinn.
Ég fer samt gangandi ef ég get, öll hreyfing er góð hreyfing. Heyrði eina góða sögu af Íslending nokkrum sem gekk í háskóla hér í landi. Eitt skiptið þegar hann var að ganga í skólann hægir aðvífandi bíll á sér og glugginn opnast, amerískt andlit stingst út um gluggan og galar kaldhæðninslega "looser". Það labbar enginn í the States nema nauðbeygður.
sunnudagur, febrúar 14, 2010
Úfabíó
Það er fátt amerískara heldur en að fara í bíó. Maður hefur ekki farið mikið í bíó seinustu árin nema þá helst með guttunum sem reyndar er hin mesta skemmtun þrátt fyrir að maður fái aldrei að velja ;( Núna er maður á hinn bóginn einn á báti og því er valið mitt ! Fullt af flottum myndum í bíóinu í Mollinu rétt hjá dúkkulísuhverfinu - Premier Cinemas
Valið stóð á milli Edge of Darkness með Mel Gibson, Legend, Book of Eli og Wolfman. Þar sem að Wolfman var næst í tíma þá varð hún fyrir valinu.
Úlfur úlfur
Hörku úlfamynd með dassi af blóði og innyflum. Flott umgjörð og eitthvað svo sannarlega fyrir mig. Hræddur um að Hrönn hefði aldrei farið með mér á þessa, hefði verið komin í fangið á mér eftir 5mín og ekki farið þaðan fyrr en myndinni væri lokið. Eða þá farið út eftir 5mín og farið að versla í mollinu, sennilegri kostur.
Valið stóð á milli Edge of Darkness með Mel Gibson, Legend, Book of Eli og Wolfman. Þar sem að Wolfman var næst í tíma þá varð hún fyrir valinu.
Úlfur úlfur
Hörku úlfamynd með dassi af blóði og innyflum. Flott umgjörð og eitthvað svo sannarlega fyrir mig. Hræddur um að Hrönn hefði aldrei farið með mér á þessa, hefði verið komin í fangið á mér eftir 5mín og ekki farið þaðan fyrr en myndinni væri lokið. Eða þá farið út eftir 5mín og farið að versla í mollinu, sennilegri kostur.
föstudagur, febrúar 12, 2010
Árekstur !
Ekki er veðrið að skána hérna í Flórída og má segja að stöðug rigning dagsins hafi svo sannarlega sett mark sitt á daginn. Þegar leið á daginn var ég búinn að mæla mér mót við mann nokkurn og þurfti að keyra þvert yfir borgina til þess að hitta hann. Traffíkin var mikil og gekk afskaplega hægt. Sennilega bæði vegna þess að það er föstudagur og svo hafði vatnsveðrið örugglega sín áhrif. Þegar ég var að nálgast ætlunarstað minn lendi ég í árekstri. Ungur maður, Jose Rosario, var heldur að flýta sér í vinnuna og keyrir aftan á mig.
Það tók síðan næstu tvo tímana að greiða úr flækjunni. Orange County Highway Patrol mætir á staðinn vinnur skýrlsuna og niðurstaðan er sú að ég eigi sök á árekstrinum. Ég taldi mig hafa lýst atvikum nokkuð vel og ljóst var að ungi maðurinn hafði keyrt allt of hratt miðað við aðstæður og miðað við hvernig hann lendir á mér. Þegar ég ætla aðeins að spyrja út í þessa niðurstöðu brýnir ungi lögreglumaðurinn bara röstina og þar með er ljóst að mín sjónarmið eiga ekki upp á pallborðið í dag. Ég þarf því að mæta í Orange County Court og greiða þar sekt fyrir þetta í ofanálag. Tel mig heldur hafa dregið stysta stráið hérna.
Hvað um það, af þessari ástæðu eru bifreiðatryggingar gulls ígildi.
Það tók síðan næstu tvo tímana að greiða úr flækjunni. Orange County Highway Patrol mætir á staðinn vinnur skýrlsuna og niðurstaðan er sú að ég eigi sök á árekstrinum. Ég taldi mig hafa lýst atvikum nokkuð vel og ljóst var að ungi maðurinn hafði keyrt allt of hratt miðað við aðstæður og miðað við hvernig hann lendir á mér. Þegar ég ætla aðeins að spyrja út í þessa niðurstöðu brýnir ungi lögreglumaðurinn bara röstina og þar með er ljóst að mín sjónarmið eiga ekki upp á pallborðið í dag. Ég þarf því að mæta í Orange County Court og greiða þar sekt fyrir þetta í ofanálag. Tel mig heldur hafa dregið stysta stráið hérna.
Hvað um það, af þessari ástæðu eru bifreiðatryggingar gulls ígildi.
Frost á Fróni (Flórída)
Veðurfarið náði nýjum lægðum í nótt þegar að hitastigið datt niður fyrir 0. Áður en ég uppgötvaði að hægt væri að kynda húsið lenti ég fremur óskemmtilegri uppákomu. Að sjálfsögðu er ég ekki með dúnsæng hérna og því er yfirbreiðslan hefðbundið lak ásamt einhverju teppissnifsi. Einungrun dúkkulísuhússins er ekki upp á marga fiska og glerið einungis einfalt. Þetta þýðir að það verður næstum því jafnkalt í herberginu eins og það er úti. Kyndingin ekki á og ég einungis með laksnifsið á mér þýddi að líkamshitinn var að nálgast frostmarkið. Það tók mig hálfan dag að ná hita í kroppin í tveimur peysum undir jakkanum í vinnunni. Þetta hefur þó skánað eftir að kyndingin var sett í gang og því vaknar maður alla vegna þokkalega volgur á morgnana.
Eftir þetta frost fór ég að hugsa til allra appelsínuskóganna sem hér eru. Ekki eru þær sáttar við að fá frost í kroppinn. Eftir talsverðar pælingar fór ég að grafast fyrir um hvað yrði um vesalings appelsínubændurnar. Kemst þá að því að þegar von er á slíkum kuldaköstum eru öll vökvunarkerfi sett í gang með það að markmiði að halda hitastigi ávaxtarins góða yfir núllinu. Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af því að uppskerubrestur hafi áhrif á appelsínuframboð á Íslandi á næstunni. Nógar eru áhyggjurnar fyrir ;)
Eftir þetta frost fór ég að hugsa til allra appelsínuskóganna sem hér eru. Ekki eru þær sáttar við að fá frost í kroppinn. Eftir talsverðar pælingar fór ég að grafast fyrir um hvað yrði um vesalings appelsínubændurnar. Kemst þá að því að þegar von er á slíkum kuldaköstum eru öll vökvunarkerfi sett í gang með það að markmiði að halda hitastigi ávaxtarins góða yfir núllinu. Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af því að uppskerubrestur hafi áhrif á appelsínuframboð á Íslandi á næstunni. Nógar eru áhyggjurnar fyrir ;)
fimmtudagur, febrúar 11, 2010
Visteria Lane II
Ég er ekki þaulvanur bloggari og kann því ekki á öll trixin í bókinni. Var búinn að taka nokkrar myndir af fallegu dúkkulísugötunni minni og vildi setja svona til hægri svona hliðarslædsjóv. Hafði séð það á nokkrum öðrum síðum og vildi herma. Eina vandamálið var að það er búið að taka mig upp undir fjóra daga að fatta hvernig á að gera þetta. En árangurinn talar að sjálfsögðu sínu máli.
Eins og áður sagði er mín "Visteria Lane" afar krúttleg gata. Hér er ekkert tré ósnyrt, engin blómabeð í órækt, allt gras slegið í sömu hæð, öll hús óaðfinnanleg og ekki pappírssnifsi að finna á götunum. Þetta er í raun eins og klippt út úr sölubæklingi húsanna þar sem Eddi klippikrumla bjó en samt má segja að þetta myndband lýsi betur móralnum í hverfinu.
Hið fullkomna hverfi
Annars er búð að vera fjandi kalt hérna frá því að ég kom. Stundum skríður hitastigið ágætlega upp þegar líður á daginn en þegar dregur fyrir sólu er eins gott að vera með eina 66 gráður N flíspeysu.
Eins og áður sagði er mín "Visteria Lane" afar krúttleg gata. Hér er ekkert tré ósnyrt, engin blómabeð í órækt, allt gras slegið í sömu hæð, öll hús óaðfinnanleg og ekki pappírssnifsi að finna á götunum. Þetta er í raun eins og klippt út úr sölubæklingi húsanna þar sem Eddi klippikrumla bjó en samt má segja að þetta myndband lýsi betur móralnum í hverfinu.
Hið fullkomna hverfi
Annars er búð að vera fjandi kalt hérna frá því að ég kom. Stundum skríður hitastigið ágætlega upp þegar líður á daginn en þegar dregur fyrir sólu er eins gott að vera með eina 66 gráður N flíspeysu.
föstudagur, febrúar 05, 2010
Wisteria Lane
Fyrstu vikuna bjó ég í ágætis íbúð á Texas Avenue. Umhverfið var kannski ekki upp á marga fiska og mörg húsin frekar hrörleg. Fór einu sinni út að skokka og bjóst sífellt við að á mig yrði stokkið á næsta götuhorni. Reyndar veit ég ekki hversu arðbært það er að "mugga" skokkara þar sem þeir eru heldur klæðalitlir, en maður veit aldrei
En nú er ég fluttur á Wisteria Lane. Í fallega hvíta hverfið. Hérna vaknar maður á morgnana, labbar út með kaffibollann, nær í moggann með kaffibollann í hendinni og heilsar nágrannanum. Í Publix í "gamla" hverfinu voru allir starfsmenn og flestir gestir af afrískum- eða suður amerískum uppruna. Hérna eru allir snjóhvítir, hvort sem það eru starfsmenn eða kúnnar. Ótrúleg stéttaskipting svo létt sé að orði komist.
En án gríns er hverfið eins og klippt út úr Desperate Housewifes og er ég sannfarður um að hitta þær stöllur einhvern morguninn. Hérna er líka auðvelt að komast í skokkið, stöðuvatn rétt fyrir neðan húsið og flottar hlaupaleiðir. Búinn að prófa og er viss um að nú fær mig ekkert stöðvað.
En nú er ég fluttur á Wisteria Lane. Í fallega hvíta hverfið. Hérna vaknar maður á morgnana, labbar út með kaffibollann, nær í moggann með kaffibollann í hendinni og heilsar nágrannanum. Í Publix í "gamla" hverfinu voru allir starfsmenn og flestir gestir af afrískum- eða suður amerískum uppruna. Hérna eru allir snjóhvítir, hvort sem það eru starfsmenn eða kúnnar. Ótrúleg stéttaskipting svo létt sé að orði komist.
En án gríns er hverfið eins og klippt út úr Desperate Housewifes og er ég sannfarður um að hitta þær stöllur einhvern morguninn. Hérna er líka auðvelt að komast í skokkið, stöðuvatn rétt fyrir neðan húsið og flottar hlaupaleiðir. Búinn að prófa og er viss um að nú fær mig ekkert stöðvað.
fimmtudagur, febrúar 04, 2010
Spass muss sein
Vinnudagurinn er í lengri kantinum. Unnið frá sólarupprás til sólseturs eða frá 7-18 að jafnaði. Að sjálfsögðu á laugardögum líka. Það þýðir þó ekki að ekki sé hægt að gera eitthvað skemmtilegt. Það fyrsta sem kemur upp er að sjálfsögðu NBA. Karfan tröllríður öllu sjónvarpi hérna og getur maður eytt öllum kvöldum í að horfa á körfubolta. Hvort sem um er að ræða NBA, háskólaboltann eða jafnvel WNBA. Það hefur lengi verið draumur hjá mér að fara á leik og núna var tækifærið. Var varla kominn hér út fyrr en ég fór að kíkja á leikjadagskrá Orlando Magic. Viti menn þeir voru í miðju "homestandi" og festi ég kaup á miðum handa hópnum á leik gegn Atlanta Hawks. Við fjórmenningarnar af skrifstofunni (ég, Axel, Per og Jörgen) ásamt tveimur úr Jamaica genginu (Þráinn og Damien) skelltum okkur í höllina sem er ekki í nema um 5 mínútna fjarlægt frá íbúðinni.
Það er kannski skemmst frá því að segja að Magic tók Hawks í bakaríð og var um hina bestu skemmtun að ræða. Fyrir utan glæsitilþrif stjarnanna í Magic stóðu dansmeyjarnar sig afburða vel. Einnig sýndi lukkutröll þeirra Magic manna (fjöllita dreki) ansi góða takta.
Eitt var þó algerlega úr takti við góða skemmtun körfuboltans. Í hálfleik fór ég að fá mér eitthvað í gogginn og varð forláta pylsustandur fyrir valinu. Þar var verið að bjóða upp á pylsur að þýskum hætti en því miður var standardinn ekki sá sami. Grillaðar fyrr um daginn og lágu svo þarna í einhverjum hitapotti var ekki sjarmerandi og útkoman eftir því. Það slær enginn Þjóðaverjanum við þegar bjóða skal upp á grillaða Bratwurst!
Það er kannski skemmst frá því að segja að Magic tók Hawks í bakaríð og var um hina bestu skemmtun að ræða. Fyrir utan glæsitilþrif stjarnanna í Magic stóðu dansmeyjarnar sig afburða vel. Einnig sýndi lukkutröll þeirra Magic manna (fjöllita dreki) ansi góða takta.
Eitt var þó algerlega úr takti við góða skemmtun körfuboltans. Í hálfleik fór ég að fá mér eitthvað í gogginn og varð forláta pylsustandur fyrir valinu. Þar var verið að bjóða upp á pylsur að þýskum hætti en því miður var standardinn ekki sá sami. Grillaðar fyrr um daginn og lágu svo þarna í einhverjum hitapotti var ekki sjarmerandi og útkoman eftir því. Það slær enginn Þjóðaverjanum við þegar bjóða skal upp á grillaða Bratwurst!
miðvikudagur, febrúar 03, 2010
Í Ameríku fæst allt
Að koma í kjörbúðina er ævintýri líkast. Úrvalið dásamlegt og allir draumar ungra drengja rætast. Fór í Publix ásamt vinnufélaganum og ætluðum við að kaupa eitthvað smotterí inn en fórum út með fulla kerru af óhollustu (góðgæti). Demanturinn í þeirri kerru var að sjálfsögðu forláta pakki af Trix morgunkorni. Trix hefur maður ekki fengið í hjartnær 30 ár og því löngu kominn tími á að rifja upp það sem á klakanum var bannað sökum óhóflegra og ólöglegra litarefna. Það er skemmst frá því að segja að bragðið var nákvæmlega eins og maður mundi eftir því og stóðst allar væntingar. Að auki var þetta svona sérútgáfa "Special edition" eða Trix Swirls !
Vonbrigðin voru þó helst þegar ég ætlaði að kaupa mér bjór. Reyndar ekki í Trix ferðinni. Ung og fremur óglaðleg stúlka spyr mig um skilríki, sem ekki var undarlegt þar sem að útlitið var upp á hið besta hjá mér. Dreg stoltur upp ökuskirteinið og sýni henni og bendi henni á að 71 sé fæðingarár mitt. Ekki leist henni á það og sótti yfirmann sinn. Enn óglaðlegri kona um fimmtugt mætti á staðinn, skoðaði skirteinið en leist ekki á það frekar en stúlkunni og neitaði mér um afgreiðsluna á kippu af Yingling lager. Ég lagði þó ekki árar í bát og bað Jörgen, annar vinnufélagi sem er danskur arkitekt um sextugt, um að kaupa kippuna. Að sjálfsögðu þurfti hann einnig að sýna passann sinn en hann var svo heppinn að hafa hann og því var kippan keypt. Þreyttur kani sem beðið hafði rólegur í röðinni í um 10-15min eftir að hafaríið með kippuna gekk yfir, sagði einfaldlega "Welcome to the States !"
þriðjudagur, febrúar 02, 2010
Orlando - Ævintýrið hefst
Þrátt fyrir að það hafi verið ákveðið fyrir um tveimur mánuðum síðar að ég myndi halda erlendis í vinnu þá var engan veginn hægt að undirbúa það. Allt fram á seinasta dag var maður ekki að skilja að maður væri að yfirgefa fjölskylduna í nokkra mánuði.
Ég var búinn að ákveða að ég ætlaði að taka til við að blogga til þess að mínir nánustu gætu fylgst með hvað væri að gerast hjá mér, aðrir sem hugsanlega detta hér inn eru að sjálfsögðu velkomnir. Stofnaði þessa bloggsíðu fyrir um 7 árum síðan og bloggaði heilum fjórum sinnum á 3ja ára tímabili áður en ég gafst upp. Á reyndar moggabloggsíðu líka en mér leist betur á þessa þar sem að ég hef engan áhuga að birta lífshlaup mitt á meðal "moggabloggaranna".
Langaði að sjálfsögðu að hafa stóra og fallega mynd af börnunum í hausnum. Þrátt fyrir góðan vilja hefur það tekið mig um 3 daga að koma henni þar fyrir. Þar sem að bloggið mitt var svo gamalt þá var "editorinn" einnig gamall og mér ætlaði aldrei að takast ætlunarverkið að fá upp nýja stjórnborðið. Leitaði logandi ljósi að einhverjum "layout" hnappi sem kom ekki fyrr en mér tókst að uppfæra dótið.
Nú er allavegna myndin kominn í hausinn. Allir sem okkur þekkja vita hvaðan þessi mynd kemur enda prýddi álíka mynd jólakortið 2009. Tekin seinasta sumar í Aðalvík á leiðinni upp á Darrann. Ekki leiðinlegt að rifja upp þá ferð enda ein sú allra besta sem fjölskyldan hefur farið í.
Ég var búinn að ákveða að ég ætlaði að taka til við að blogga til þess að mínir nánustu gætu fylgst með hvað væri að gerast hjá mér, aðrir sem hugsanlega detta hér inn eru að sjálfsögðu velkomnir. Stofnaði þessa bloggsíðu fyrir um 7 árum síðan og bloggaði heilum fjórum sinnum á 3ja ára tímabili áður en ég gafst upp. Á reyndar moggabloggsíðu líka en mér leist betur á þessa þar sem að ég hef engan áhuga að birta lífshlaup mitt á meðal "moggabloggaranna".
Langaði að sjálfsögðu að hafa stóra og fallega mynd af börnunum í hausnum. Þrátt fyrir góðan vilja hefur það tekið mig um 3 daga að koma henni þar fyrir. Þar sem að bloggið mitt var svo gamalt þá var "editorinn" einnig gamall og mér ætlaði aldrei að takast ætlunarverkið að fá upp nýja stjórnborðið. Leitaði logandi ljósi að einhverjum "layout" hnappi sem kom ekki fyrr en mér tókst að uppfæra dótið.
Nú er allavegna myndin kominn í hausinn. Allir sem okkur þekkja vita hvaðan þessi mynd kemur enda prýddi álíka mynd jólakortið 2009. Tekin seinasta sumar í Aðalvík á leiðinni upp á Darrann. Ekki leiðinlegt að rifja upp þá ferð enda ein sú allra besta sem fjölskyldan hefur farið í.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)