sunnudagur, júlí 18, 2010

Bros í hverju andliti

Við höfum ekki beint verið að upplifa Jamaica eins og venjulegir túristar gera þar sem við búum ekki á hóteli.  Maður kynnist fólkinu á eynni betur í göngutúr, í búðinni eða á public beach.  Það er ekki mikið um strendur fyrir hinn almenna borgara.  Mest öll strandlengjan er undirlögð af hótelkeðjum sem eru afgirt og ekki aðgangur að þeim nema að greiða aðgang sem hinn venjulegi borgari getur almennt ekki leyft sér.  Í gær fórum við í heimsókn til Falmouth þar sem Valdi vinnur.  Bærinn er ekki mjög aðlaðandi að sjá við fyrstu sýn en verið er að vinna í átaki að hreinsa til í honum þegar túristarnir fara að streyma með skemmtiferðaskipunum. 
Eftir Falmouth keyrðum við áfram í átt að Ocho Rio þar sem við leituðum að góðri public beach. Í allri leitinni að strönd gleymdi Valdi sér aðeins og var stöðvaður af lögreglunni, þeir tóku þessu létt og sáum við hvað löggan er misjöfn milli landa.  Nenntu ekki að skrá niður nafn og upplýsingar um útlending, vildu fá aur í vasann og málið dautt. 
Fundum strönd þar sem voru háar öldur sem strákunum fannst æðislegt.  Þeir fundu strák sem var meira en lítið til í að leika sér með þeim í sjónum.  Sunneva fékk eins og alltaf mikla athygli frá stelpum og konum, ohh..pretty girl...hárið hennar verður bara ljósara...og hún vön athyglinni.
Fólkið er mjög opið hérna, heilsar manni á förnum vegi, alltaf til í spjalla, brosmilt og afar forvitið um þessa fjölskyldu sem flækist um allar slóðir.

Engin ummæli: