föstudagur, júlí 16, 2010
Hýbýli manna eru misjöfn
Sit hér í loftkældri og fallegri íbúðinni, með sundlaug nokkrum skrefum frá í glæsilegum garði sem hann Andrew hugsar afar vel um, örugg innan afgirtrar girðingar. Hér í kring eru fleiri glæsileg komplex og enn flottari hinum megin í bænum, einbýlishúsahverfi þar sem sundlaug er við hvert hús og einkaströnd fyrir alla. Þar er mikil öryggisgæsla, enginn fær að komast þar inn nema tékka sig inn hjá verði sem hringir í þann sem á að heimsækja og skráir niður númer bílsins. Ekki langt frá svæðinu sem við búum á eru hálfgerð hreysi, litlir hjallar með bárujárnsþaki, en út úr þeim kemur vel til haft fólk á leið til vinnu. Sumir hafa hugsað stórt eins og heima, hús hálfbyggð, vantar kannski glugga, hurðar og stundum veggi en fólk lætur sig hafa það og býr þar samt. Situr innan um steypustyrktarjárnið með borð og stóla. Það þarf ekki mikið að hugsa um kulda hér enda er veðrið svipað allt árið þó nú sér heitasti tími ársins, mikill raki, heitara og minni vindur en t.d. þegar túristaseasonið er í gangi. Þegar við keyrðum til Negril um daginn keyrðum við bæði gegnum þorp og sveitir. Held það sé óhætt að segja að þröngt mega sáttir sitja, þar sem þetta voru oft litlir kofar sem fólk býr í. En þó fólk sé augljóslega fátækt er það líklegast er ekki svangt enda vaxa bananar út um allar jarðir auk margra annarra ávaxta sem fólk getur sótt til matar eða selt við vegakantinn sem er reyndar mikið um. Einnig er farið með snorkel og skutul út í sjó og fiskur veiddur til matar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli