miðvikudagur, júlí 07, 2010

Ein vika liðin

Nú höfum við verið eina viku á Jamaica.  Fjölskyldan hefur tekið því rólega svona fyrst um sinn á meðan verið er að venjast aðstæðum og sólinni.  Við höldum okkur mikið í garðinum okkar og lauginni og í smá svala í íbúðinni.  Valdi vinnur alla daga nema sunnudaga og tekur húsfreyjan á móti bóndanum með viskí on the rocks eftir erfiðan vinnudag.  Smá djók, bjórflaska kannski opnuð.
Sólin hefur farið misvel í okkur, Hrönn, Adrían og Sunneva þurfa að passa sig á bruna, Sunblock notað á þau tvö yngstu, Adrían fékk sólareksem og hefur verið í stuttermabol í laugarferðum sínum.  Vorum kannski heldur dugleg á ströndinni á sunnudaginn.  Guðjón Andri hefur erft litarhaft föðurafa síns, verður dökkur við fyrsta sólarljós.  Þetta er annars algjör lúxus, tvær kellur bönkuðu uppá í dag með tuskur, kústa og skúringafötur og þrifu íbúðina hátt og lágt.  Húsfreyjan dreif sig út með börnin á meðan þær skúruðu út úr íbúðinni, flott þjónusta þetta, enda er þetta gert fyrir karla sem vinna úti alla daga og hafa engan tíma fyrir þrif.
Húsfreyjan er komin með annan fótinn inn fyrir dyrnar á kvenfélagi staðarins, reyndar er helmingur þeirra staddur á Íslandi þessa dagana en það er ágætt að hitta aðrar kvensur í spjalli. Skilum bestu kveðjum heim á klakann, sakna engann veginn frétta þaðan, enda virðist ekki mikið vera um góðar fréttir frá Íslandi þessa dagana.

3 ummæli:

Unknown sagði...

Frábært að heyra að allt gangi vel, passið ykkur á sólinni, verðið örugglega alveg nógu brún eftir 7 vikna dvöl í hitanum og sólinni, reyndar sagði veðurspáin að það ætti að rigna næstu vikuna, er það sem sagt ekki rétt?
kv.Kata og co.

Nafnlaus sagði...

Frábært að geta fylgst með ykkur hérna, já passið ykkur á sólinni. Bið rosa vel að heilsa
kveðja Alma

Unknown sagði...

Hljómar eins og fullkomið frí (nema náttúrulega fyrir Valda)

bið að heilsa