Í dag var komið að þeim degi sem húsfreyjan hafði kviðið fyrir, keyra í Jamaískri vinstri umferð. Vaknaði nokkrum sinnum í nótt hugsandi um hvað ef..... ég keyri á móti umferð, villist í umferðinni....o.s.frv.
Ákvað að keyra yfir í Mega Mart, stóra verslunarmiðstöð í hinum enda bæjarins. Sem betur fer var ég búin að fara þessa leið nokkrum sinnum með Valda þannig að ég vissi hvert ég var að fara. Byrjaði reyndar að setjast inn hægra meginn í bílinn, ekki síðasta sinn hjá mér, þegar ég var lögð af stað bað ég börnin á tala ekki við mig á leiðinni, þurfti að einbeita mér að akstrinum.
Í stuttu máli sagt komst ég á leiðarenda og til baka, enda væri ég ekki að skrifa þetta ef það hefði ekki tekist ;0) Bakaleiðin var mun betri verður að segjast. Ég fór meira að segja aðra ferð í dag, á flotta strönd með æðislegum bekkjum og sundlaug, sem ekki er farið að rukka inn á ennþá, byrjar ekki fyrr en aðal túrista seasonið byrjar í desember og stendur fram yfir spring break í bandarískum háskólum.
Er meira að segja orðin svo djörf að ætla í heimsókn í bæinn þar sem Valdi vinnur, Falmouth, enda stærsti útimarkaðurinn á eyjunni, fullt af sölufólki kemur frá Kingston á þennan markað á miðvikudögum.
Skrifa aftur á morgun ef ég skila mér til baka, hehe.....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Dugleg ertu!
Dugleg deppa ;) Þetta er nefninlega ekkert mál, bara muna að bílarnir sem eru að koma á móti þér eru þér á hægri hönd, ekki vinstri og þá er þetta ísí písí ;)
Gaman að fylgjast með ykkur, gott þið hafið það gott og sendi hér með knús í hús
Skrifa ummæli