miðvikudagur, júlí 14, 2010

Sundlaugargarður

Fórum í fyrstu langferðina á sunnudaginn síðasta.  Farið var í Kool Runnings vatnsrennigarðinn í Negril á vesturströnd eyjarinnar.  Ferðin tók 1 1/2 tíma hvora leið og náðum við að sjá smá hluta af Jamaica á leiðinni.  Landslagið er mjög fallegt, gróður og skógur alla leið, keyrðum meðfram ströndinni mesta part leiðarinnar og gegnum nokkra bæi.  Við eyddum rúmlega 5 klukkutímum í garðinum, allir fjölskyldumeðlimir fóru í hinar og þessar rennibrautir þó svo að Guðjón og Adrían hafi átt vinninnginn.  Mikið stuð var þegar þeir fengu foreldra sína með sér (í sitt hvoru lagi að sjálfsögðu) í þriggja manna kút niður Kool Runnings brautina.  Allir skemmtu sér ofur vel og var  það þreyttir foreldrar sem komu heim eftir þessa ferð.  Strákarnir hittu aftur á móti Silju (íslenska stelpu sem býr í sama complexi) og fóru með henni í sundlaugina, voru víst ekki búnir að fá nóg.  Sunneva er orðin ansi dugleg í sundlauginni og í sjónum, syndur eins og ekkert sé, svona miðað við aldur :o)

1 ummæli:

Valdi sagði...

Einhverjar myndir komnar inn hérna til hliðar