fimmtudagur, febrúar 04, 2010

Spass muss sein

Vinnudagurinn er í lengri kantinum.  Unnið frá sólarupprás til sólseturs eða frá 7-18 að jafnaði.  Að sjálfsögðu á laugardögum líka.  Það þýðir þó ekki að ekki sé hægt að gera eitthvað skemmtilegt.  Það fyrsta sem kemur upp er að sjálfsögðu NBA.  Karfan tröllríður öllu sjónvarpi hérna og getur maður eytt öllum kvöldum í að horfa á körfubolta.  Hvort sem um er að ræða NBA, háskólaboltann eða jafnvel WNBA.  Það hefur lengi verið draumur hjá mér að fara á leik og núna var tækifærið.  Var varla kominn hér út fyrr en ég fór að kíkja á leikjadagskrá Orlando Magic.  Viti menn þeir voru í miðju "homestandi" og festi ég kaup á miðum handa hópnum á leik gegn Atlanta Hawks.  Við fjórmenningarnar af skrifstofunni (ég, Axel, Per og Jörgen) ásamt tveimur úr Jamaica genginu (Þráinn og Damien) skelltum okkur í höllina sem er ekki í nema um 5 mínútna fjarlægt frá íbúðinni. 

Það er kannski skemmst frá því að segja að Magic tók Hawks í bakaríð og var um hina bestu skemmtun að ræða.  Fyrir utan glæsitilþrif stjarnanna í Magic stóðu dansmeyjarnar sig afburða vel.  Einnig sýndi lukkutröll þeirra Magic manna (fjöllita dreki) ansi góða takta.



Eitt var þó algerlega úr takti við góða skemmtun körfuboltans.  Í hálfleik fór ég að fá mér eitthvað í gogginn og varð forláta pylsustandur fyrir valinu.  Þar var verið að bjóða upp á pylsur að þýskum hætti en því miður var standardinn ekki sá sami.  Grillaðar fyrr um daginn og lágu svo þarna í einhverjum hitapotti var ekki sjarmerandi og útkoman eftir því.  Það slær enginn Þjóðaverjanum við þegar bjóða skal upp á grillaða Bratwurst!

Engin ummæli: