föstudagur, febrúar 12, 2010

Frost á Fróni (Flórída)

Veðurfarið náði nýjum lægðum í nótt þegar að hitastigið datt niður fyrir 0.  Áður en ég uppgötvaði að hægt væri að kynda húsið lenti ég fremur óskemmtilegri uppákomu.  Að sjálfsögðu er ég ekki með dúnsæng hérna og því er yfirbreiðslan hefðbundið lak ásamt einhverju teppissnifsi.  Einungrun dúkkulísuhússins er ekki upp á marga fiska og glerið einungis einfalt.  Þetta þýðir að það verður næstum því jafnkalt í herberginu eins og það er úti.  Kyndingin ekki á og ég einungis með laksnifsið á mér þýddi að líkamshitinn var að nálgast frostmarkið.  Það tók mig hálfan dag að ná hita í kroppin í tveimur peysum undir jakkanum í vinnunni.  Þetta hefur þó skánað eftir að kyndingin var sett í gang og því vaknar maður alla vegna þokkalega volgur á morgnana.

Eftir þetta frost fór ég að hugsa til allra appelsínuskóganna sem hér eru.  Ekki eru þær sáttar við að fá frost í kroppinn.  Eftir talsverðar pælingar fór ég að grafast fyrir um hvað yrði um vesalings appelsínubændurnar.  Kemst þá að því að þegar von er á slíkum kuldaköstum eru öll vökvunarkerfi sett í gang með það að markmiði að halda hitastigi ávaxtarins góða yfir núllinu.  Við þurfum því ekki að hafa áhyggjur af því að uppskerubrestur hafi áhrif á appelsínuframboð á Íslandi á næstunni.  Nógar eru áhyggjurnar fyrir ;)

Engin ummæli: