föstudagur, febrúar 05, 2010

Wisteria Lane

Fyrstu vikuna bjó ég í ágætis íbúð á Texas Avenue.  Umhverfið var kannski ekki upp á marga fiska og mörg húsin frekar hrörleg.  Fór einu sinni út að skokka og bjóst sífellt við að á mig yrði stokkið á næsta götuhorni.  Reyndar veit ég ekki hversu arðbært það er að "mugga" skokkara þar sem þeir eru heldur klæðalitlir, en maður veit aldrei

En nú er ég fluttur á Wisteria Lane.  Í fallega hvíta hverfið.  Hérna vaknar maður á morgnana, labbar út með kaffibollann, nær í moggann með kaffibollann í hendinni og heilsar nágrannanum.  Í Publix í "gamla" hverfinu voru allir starfsmenn og flestir gestir af afrískum- eða suður amerískum uppruna.  Hérna eru allir snjóhvítir, hvort sem það eru starfsmenn eða kúnnar.  Ótrúleg stéttaskipting svo létt sé að orði komist.

En án gríns er hverfið eins og klippt út úr Desperate Housewifes og er ég sannfarður um að hitta þær stöllur einhvern morguninn.  Hérna er líka auðvelt að komast í skokkið, stöðuvatn rétt fyrir neðan húsið og flottar hlaupaleiðir.  Búinn að prófa og er viss um að nú fær mig ekkert stöðvað.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Láttu sjá þig á skype, núna