miðvikudagur, febrúar 03, 2010
Í Ameríku fæst allt
Að koma í kjörbúðina er ævintýri líkast. Úrvalið dásamlegt og allir draumar ungra drengja rætast. Fór í Publix ásamt vinnufélaganum og ætluðum við að kaupa eitthvað smotterí inn en fórum út með fulla kerru af óhollustu (góðgæti). Demanturinn í þeirri kerru var að sjálfsögðu forláta pakki af Trix morgunkorni. Trix hefur maður ekki fengið í hjartnær 30 ár og því löngu kominn tími á að rifja upp það sem á klakanum var bannað sökum óhóflegra og ólöglegra litarefna. Það er skemmst frá því að segja að bragðið var nákvæmlega eins og maður mundi eftir því og stóðst allar væntingar. Að auki var þetta svona sérútgáfa "Special edition" eða Trix Swirls !
Vonbrigðin voru þó helst þegar ég ætlaði að kaupa mér bjór. Reyndar ekki í Trix ferðinni. Ung og fremur óglaðleg stúlka spyr mig um skilríki, sem ekki var undarlegt þar sem að útlitið var upp á hið besta hjá mér. Dreg stoltur upp ökuskirteinið og sýni henni og bendi henni á að 71 sé fæðingarár mitt. Ekki leist henni á það og sótti yfirmann sinn. Enn óglaðlegri kona um fimmtugt mætti á staðinn, skoðaði skirteinið en leist ekki á það frekar en stúlkunni og neitaði mér um afgreiðsluna á kippu af Yingling lager. Ég lagði þó ekki árar í bát og bað Jörgen, annar vinnufélagi sem er danskur arkitekt um sextugt, um að kaupa kippuna. Að sjálfsögðu þurfti hann einnig að sýna passann sinn en hann var svo heppinn að hafa hann og því var kippan keypt. Þreyttur kani sem beðið hafði rólegur í röðinni í um 10-15min eftir að hafaríið með kippuna gekk yfir, sagði einfaldlega "Welcome to the States !"
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Passaðu þig þessu, stórhættulegt og fitandi, eins og allt annað þarna.
Það held ég að strákarnir hefðu ekkert á móti því að komast í Ameríska morgunkornið og nammið. Ætli það sé ekki betra að hafa ABmjólkina og múslíið, svona upp á línurnar að gera ;o)
Kaninn er svoooooo klikkaður..
Bíddu bara. Eftir 3 daga langar þér í kjötbollur og harðfisk...ekki möguleiki. Gangi ykkur vel. FYI ! Skyr og smjör í whole foods. Smjörið hér er ógeð, og brauðið er verra.
Skrifa ummæli