þriðjudagur, febrúar 02, 2010

Orlando - Ævintýrið hefst

Þrátt fyrir að það hafi verið ákveðið fyrir um tveimur mánuðum síðar að ég myndi halda erlendis í vinnu þá var engan veginn hægt að undirbúa það.  Allt fram á seinasta dag var maður ekki að skilja að maður væri að yfirgefa fjölskylduna í nokkra mánuði.

Ég var búinn að ákveða að ég ætlaði að taka til við að blogga til þess að mínir nánustu gætu fylgst með hvað væri að gerast hjá mér, aðrir sem hugsanlega detta hér inn eru að sjálfsögðu velkomnir.  Stofnaði þessa bloggsíðu fyrir um 7 árum síðan og bloggaði heilum fjórum sinnum á 3ja ára tímabili áður en ég gafst upp.  Á reyndar moggabloggsíðu líka en mér leist betur á þessa þar sem að ég hef engan áhuga að birta lífshlaup mitt á meðal "moggabloggaranna".

Langaði að sjálfsögðu að hafa stóra og fallega mynd af börnunum í hausnum.  Þrátt fyrir góðan vilja hefur það tekið mig um 3 daga að koma henni þar fyrir.  Þar sem að bloggið mitt var svo gamalt þá var "editorinn" einnig gamall og mér ætlaði aldrei að takast ætlunarverkið að fá upp nýja stjórnborðið.  Leitaði logandi ljósi að einhverjum "layout" hnappi sem kom ekki fyrr en mér tókst að uppfæra dótið.

Nú er allavegna myndin kominn í hausinn.  Allir sem okkur þekkja vita hvaðan þessi mynd kemur enda prýddi álíka mynd jólakortið 2009.  Tekin seinasta sumar í Aðalvík á leiðinni upp á Darrann.  Ekki leiðinlegt að rifja upp þá ferð enda ein sú allra besta sem fjölskyldan hefur farið í.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Við söknum þín voðalega elskan mín, gaman að fylgjast með Ameríkuævintýrinu á blogginu