Það er fátt amerískara heldur en að fara í bíó. Maður hefur ekki farið mikið í bíó seinustu árin nema þá helst með guttunum sem reyndar er hin mesta skemmtun þrátt fyrir að maður fái aldrei að velja ;( Núna er maður á hinn bóginn einn á báti og því er valið mitt ! Fullt af flottum myndum í bíóinu í Mollinu rétt hjá dúkkulísuhverfinu - Premier Cinemas
Valið stóð á milli Edge of Darkness með Mel Gibson, Legend, Book of Eli og Wolfman. Þar sem að Wolfman var næst í tíma þá varð hún fyrir valinu.
Úlfur úlfur
Hörku úlfamynd með dassi af blóði og innyflum. Flott umgjörð og eitthvað svo sannarlega fyrir mig. Hræddur um að Hrönn hefði aldrei farið með mér á þessa, hefði verið komin í fangið á mér eftir 5mín og ekki farið þaðan fyrr en myndinni væri lokið. Eða þá farið út eftir 5mín og farið að versla í mollinu, sennilegri kostur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Held ég myndi sleppa þessari mynd með glöðu geði, held að Guðjón væri frekar til í að sjá hana með þér.
Nei...ég vissi ekki að þú værir "fluttur" til Florida, það er greinilega á fleiri bæjum sem bóndinn fer til vinnu erlendis :) Gangi ykkur vel...þér úti og Hrönn hér heima. Kv. Hedda
Skrifa ummæli