laugardagur, febrúar 27, 2010

Þjóðarsportið

Fór eftir vinnu í létt skokk í kringum Lake Baldwin.  Nennti ekki tvo hringi og renndi upp á aðalleiksvæðið í dúkkulísuhverfinu.  Þar eru nokkrir hafnaboltavellir og staldraði ég við á einum þeirra.  Hafnabolti á víst að vera þjóðarsport þeirra Ameríkana en það er sama hversu lengi eða mikið maður spáir í þessu, það er engin leið að hafa gaman af þessu.

Í þessu sporti gerist nákvæmlega ekki neitt.  Þarna stóðu krakkagreyin á öllum höfnum (bases) og einn kastari (pitcher) gerði sitt besta til að hitta nálægt sláaranum (batter) en því miður, fyrir alla, hitti kastarinn mjög sjaldan nálægt sláarnum og ef hann var nálægt þá hitti sláarinn aldrei boltann.  Það þýddi að enginn af krakkagreyjunum sem stóðu út um allan völl höfðu eitthvað að gera, þau stóðu bara þarna eins og klessur.

Í atvinnumannadeildinni NBL, þar sem fullorðnir karlmenn fá gríðarlegar upphæðir fyrir að gera ekki neitt, gerist nákvæmlega sami hluturinn sí og æ.  Leikurinn fer fram í lotum (innings) og enda þær oft og iðulega 0-0.  Það þýðir að kastarinn hefur slegið út alla sláarana og því er ekkert skorað í lotunni.  Þegar þetta gerist aftur og aftur og leikurinn endar á litlu sem engu skori, sem þýðir að nær ekkert hafi gers í leiknum allan tímann.  En það þýðir engan veginn að kananum sé ekki skemmt.  Þetta kallar hann "Classic Pitcher duel", situr svo með pylsuna og bjórinn upp í stúku glaður í bragði.  Ömurlegt þ.e. fyrir utan bjórinn.

1 ummæli:

Unknown sagði...

skelltu nú nokkrum myndum af sækúnum inn. Tókstu annars ekki mynd af þeim?