Nú er maður búinn að vera hérna í tæpan mánuð og eitt það leiðinlegasta við umhverfið er bílinn. Hér fer maður ekkert gangandi. Hvert sem maður þarf að fara er nauðsynlegt að stíga upp í bílinn og halda af stað. Allt er hugsað með bílinn í öndvegi. Að sjálfsögðu þýðir þetta einnig að á annatímum er alltaf bifreiðarstappa og maður hangir í klukkutíma til þess að komast 10 mínútna leið þegar maður fer heim úr vinnu.
Til þess að tryggja að þetta ástand haldi eru nánast engar almenningssamgöngur. Einhverjir örfáir strætóar sem sjást endrum og eins en eins og menn geta giskað á, eru þeir allir tómir. Engar innanbæjar lestar eða eitthvað í þá áttina. Lifi bíllinn.
Ég fer samt gangandi ef ég get, öll hreyfing er góð hreyfing. Heyrði eina góða sögu af Íslending nokkrum sem gekk í háskóla hér í landi. Eitt skiptið þegar hann var að ganga í skólann hægir aðvífandi bíll á sér og glugginn opnast, amerískt andlit stingst út um gluggan og galar kaldhæðninslega "looser". Það labbar enginn í the States nema nauðbeygður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli