Ég er ekki þaulvanur bloggari og kann því ekki á öll trixin í bókinni. Var búinn að taka nokkrar myndir af fallegu dúkkulísugötunni minni og vildi setja svona til hægri svona hliðarslædsjóv. Hafði séð það á nokkrum öðrum síðum og vildi herma. Eina vandamálið var að það er búið að taka mig upp undir fjóra daga að fatta hvernig á að gera þetta. En árangurinn talar að sjálfsögðu sínu máli.
Eins og áður sagði er mín "Visteria Lane" afar krúttleg gata. Hér er ekkert tré ósnyrt, engin blómabeð í órækt, allt gras slegið í sömu hæð, öll hús óaðfinnanleg og ekki pappírssnifsi að finna á götunum. Þetta er í raun eins og klippt út úr sölubæklingi húsanna þar sem Eddi klippikrumla bjó en samt má segja að þetta myndband lýsi betur móralnum í hverfinu.
Hið fullkomna hverfi
Annars er búð að vera fjandi kalt hérna frá því að ég kom. Stundum skríður hitastigið ágætlega upp þegar líður á daginn en þegar dregur fyrir sólu er eins gott að vera með eina 66 gráður N flíspeysu.
fimmtudagur, febrúar 11, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þú ert að grínast með þetta hverfi, einhverjar desperate eiginkonur vappandi um þarna í pífukjólum? :)
Óli mágur!
Er ekki búið að banka upp á með welcoming muffins frá heimavinnandi húsmæðrum?
Þú verður að setja inn einhverjar myndir úr húsinu, er að drepast úr forvitni. Hvað heitir hverfið annað en Wisteria Lane?
Skrifa ummæli