föstudagur, febrúar 12, 2010

Árekstur !

Ekki er veðrið að skána hérna í Flórída og má segja að stöðug rigning dagsins hafi svo sannarlega sett mark sitt á daginn.  Þegar leið á daginn var ég búinn að mæla mér mót við mann nokkurn og þurfti að keyra þvert yfir borgina til þess að hitta hann.  Traffíkin var mikil og gekk afskaplega hægt.  Sennilega bæði vegna þess að það er föstudagur og svo hafði vatnsveðrið örugglega sín áhrif.  Þegar ég var að nálgast ætlunarstað minn lendi ég í árekstri.  Ungur maður, Jose Rosario, var heldur að flýta sér í vinnuna og keyrir aftan á mig. 

Það tók síðan næstu tvo tímana að greiða úr flækjunni.  Orange County Highway Patrol mætir á staðinn vinnur skýrlsuna og niðurstaðan er sú að ég eigi sök á árekstrinum.  Ég taldi mig hafa lýst atvikum nokkuð vel og ljóst var að ungi maðurinn hafði keyrt allt of hratt miðað við aðstæður og miðað við hvernig hann lendir á mér.  Þegar ég ætla aðeins að spyrja út í þessa niðurstöðu brýnir ungi lögreglumaðurinn bara röstina og þar með er ljóst að mín sjónarmið eiga ekki upp á pallborðið í dag.  Ég þarf því að mæta í Orange County Court og greiða þar sekt fyrir þetta í ofanálag.  Tel mig heldur hafa dregið stysta stráið hérna.

Hvað um það, af þessari ástæðu eru bifreiðatryggingar gulls ígildi.

Engin ummæli: