þriðjudagur, maí 18, 2010

Lokadagar marsmánaðar

Mér hefur ekki enn tekist að gerast alvörubloggari þrátt fyrir mjög góðan ásetning.  Ástæðan er þó kannski ekki leti eða áhugaleysi fyrir blogginu heldur má kenna atburðaleysi hér að mestu um.  Í mars gerðist heldur lítið.  Skítaveður gekk yfir Flórída og lítið spennandi að gera.

Þann 1. apríl flaug ég síðan heim og átti afar ánægjulega páska með fjölskyldunni.  Ég var núna búinn að vera í tæpa 2,5 mánuði í burtu og var aðskilnaðurinn ansi erfiður.  Við þökkum þó tækninni fyrir að gera þetta mun bærilegra.  SKYPE er frábær hlutur.  Ég hafði aldrei prófað þetta fyrr, enda kannski haft litla ástæðu til.  Núna spjallar maður reglulega við alla í fjölskyldunni og það í mynd og alles.  Strákarnir hringja þegar þeir vilja (muna) og þetta tryggir að sú stutta man eftir pabba sínum.

Þegar ég var sóttur á flugvöllinn var Sunneva dálítið feimin en það tók ekki nema daginn til að vinna traust hennar aftur.  Strákarnir eru þó heldur fljótari að bregðast við þessum breytingum.

Fór út aftur þann 13. apríl og mun ég rifja þann kafla upp á næstu dögum.

Engin ummæli: