miðvikudagur, mars 10, 2010

Fantasy of Flight

Fljótlega eftir að ég kom til Orlando heimsótti ég ásamt vinnufélaganum Fantasy of Flight. 

http://www.fantasyofflight.com/

Þetta er stærsta flugsafn heims í einkaeigu.  Eigandinn, Kermit Weeks, er síðhærður hippi sem fæddist með slfurskeið í munni.  Áður en lengra er haldið er nauðsynlegt að hafa myndir af Kermit til frekari skýringa.  Ég fann tvær góðar og gat ekki valið á milli þannig að báðar fylgja með.





Einhverjir sjá væntanlega bandaríska drauminn í hillingum eftir þetta.

Foreldrar hans fundu olíulind í Ástralíu og var faðir hans svo skratti klókur að hann seldi lindina með því skilyrði að hann fengi ávallt prósentuhlut í stað heildargreiðslu.  Viti menn, hann er enn að fá pening.

Kermit þessi fékk flugáhugann snemma og hefur aldrei unnið heiðarlega vinnu.  Fljótlega kaupir hann gríðarstórt land í Flórída og er búinn að byggja þar upp magnað flugsafn með eldri rellum frá upphafi flugs og miklum fjölda véla úr fyrri og seinni heimsstyrjöld.  Að auki ýmissia farþegavéla frá fyrstu árum almenns farþegaflugs eru troðfull flugskýli af gömlum vélum í bútum ásamt mótorum og flugspöðum. 

Fjöldinn allur af vélum í sýningarsalnum eru flughæfar sem verður að teljast ansi merkilegt.  Síðan er enn eitt risaskýlið þar sem verið er að vinna í nokkrum vélum sem á að koma í flughæft form.  Fyrir flugmenn og hinn almenna flugdólg er þetta hið skemmtilegasta safn og hugsar maður óneitanlega til þess að rosalega gaman væri að geta sinnt sínu eigin áhugamáli á sama hátt og Kermit Weeks.

Engin ummæli: