Ég flaug aftur til Orlando þann 13. apríl. Sótt var um atvinnuleyfið mitt í Jamaica í desember og voru hin gullnu plögg komin á sinn stað í inboxið. Þar með var þó ekki kálið sopið því að nú þurfti að fara og heimsækja Jamaiska konsúlinn í Miami.
Konsúllinn atarna er ekki mikill vinnuhestur og opnar einungis skrifstofu sína milli klukkan 9-12 á morgnana. Milli Orlando og Miami eru ríflega 300km og því var ljóst að það þurfti að fara snemma af stað. Ekki verður þó sagt að flókið sé að fara til Miami, beygt af I4 niður á Florida Turnpike og svo er bara stímt niður eftir. Förin gekk að óskum og vorum við vinnufélagarnir komnir til Konsúlsins um hálf ellefu. Þar tók við ákveðinn prósess sem innifól ýmsa upplýsingagjöf og síðan ætluðu þessir ágætu starfsmenn einfaldlega að taka passann af okkur og síðan áttum við að koma síðar og sækja hann, þ.e. næsta dag eða síðar. Þetta gekk að sjálfsögðu ekki og eftir smákvabb var samið um hraðgjald og þá tæki prósessin um klukkutíma.
Á Travel Channel horfði ég um daginn á þátt um 15 "most sexy beaches in the world". Næst mynd er einmitt tekin á þeirri í öðru sæti eða South Beach Miami.
Þess má kannski einnig geta að ég hef einmitt legið heldur spengilegri á the most sexy beach in the world sem valin var á Travel Channel sem var Ipanema í Rio de Janeiro.
1 ummæli:
Sú stutta segir að pabbi sé með brjóst, veit ekki hvernig skal túlka það.
Skrifa ummæli