sunnudagur, ágúst 15, 2010

Hlutverk kynjanna eru misjöfn

Ég hef aðeins dottið í kynjarannsóknir hér á Jamaica.  Minntist á það við Valda þegar við fórum að versla í Blue Diamond í dag að þar hanga karlar og strákar fyrir utan búðina og betla.  Hef aldrei séð konu gera þetta á eynni, aðeins karla.
Konur hérna eru fullar sjálftrausts, þó svo margar þeirra séu íturvaxnar í meira lagi eru þær ekkert að skammast sín fyrir það, fara bara í þröngu gallabuxurnar og skvísubolinn.
Atvinnuframlag kvenna held ég að sé ansi hátt.  Þær vinna sum störf sem maður er aðeins vanur að sjá karlmann framkvæma, t.d. að vinna á bensínstöðvum.  Ég hef bara séð konur dæla bensíni á bílana.  Aðeins konur eru við afgreiðslustörf í búðum, karlarnir eru í lagerstörfum eða að raða i pokana.
Karlar hér geta verið ansi ýtnir ef kona er ein á gangi, góla til hennar, flauta á hana úr bílnum og svipað.  Þetta er ekki alveg að falla í góðan jarðveg hjá frúnni, get bará ekki tekið þessu sem hrósi.
Síðan eru það túristabúllurnar.  Local konur eru í vinnu við að veiða túristana inn í búðina síðan er alltaf eigandinn bak við búðaborðið og í öllum tilfellum er það indverskur karl.  Indverjarnir eiga allar blessaðar búllurnar og það er hreint út sagt hundleiðinlegt að díla við þá.  Jamaica mennirnir eru líka ansi lunknir að leika á grunlausa túrista.  Þær local konur sem við þekkjum hér hreinlega banna okkur að fara á markaði nema að taka einhvern með sér svo ekki sé verið að smyrja margfalt ofan á vöruna sem á að kaupa.  Mér finnst persónulega hundleiðinlegt að fara á þessa markaði, er ekki týpan í þetta, finnst miklu þægilegra að fara í búð (ekki túristabúllu) og versla þar vitandi hvað varan kostar.
Uppáhaldsbúðin mín er stórt apótek í vesturbænum sem er að selja miklu meira en lyf.  Þeir eru með föt, bækur, allskonar gjafavöru, mat og ísbar, selja æðislega góðar iskúlur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Good brief and this fill someone in on helped me alot in my college assignement. Say thank you you as your information.