Ég er farin að þekkja nokkuð vel matinn sem heimafólkið borðar og er enn að kynnast ávöxtum og grænmeti.
Kjöt er frekar ódýrt út úr búð, nautakjöt hlægilega ódýrt miðað við Ísland, annars er aðallega svín og kjúklingur í boði fyrir utan geitina að sjálfsögðu. Geitur eru út um allt, við alla vegakanta en þær virðast höafa meira vit í kollinum en blessaðar kindurnar á Íslandi þar sem þær eru ekkert að flækjast út á götuna þegar bílar æða fram hjá, keyrði mun oftar fram hjá dauðum hundum sem búið er að keyra yfir. Þeir virðast flækjast út um allt og oft litið öðruvísi á þá en hunda á Íslandi.
Helsta eldunaraðferð á Jamaica er Jerked meat. Kjúklingur og svín er eldað með þessum hætti. Kjötið er kryddað með sérstakri aðferð og hægeldað á grilli í langan tíma, þetta gefur matnum reykt bragð, alls staðar þar sem fólk kemur saman er verið að jerka með tilheyrandi reyk. Geitakjötið er yfirleitt matreritt sem hinn klassíski réttur; Curry Goat, kjötið saxað í litla bita með beinum og tilheyrandi þannig að maður verður að vera duglegur að týna beinflísar út.
Jamaica búar borða líka mikið af fiski, heilgrilla fiska sem veiddir eru í ám og sjónum, saltfiskur og Ackee er einn þjóðarrétta þeirra. Rækjur eru mikið borðaðar hérna, settar í lög með sterku chili og að sjálfsögðu grillaðar. Höfum smakkað þannig í Far out Fish Hut, bara æðislegt.
Við höfum verið dugleg að prófa nýjar tegundir af Jamaiskum ávöxtum, erum að sjálfsögðu alltaf með banana, ananans, melónu og appelsínur. Höfum líka prófað Ackee sem er mjög sérstakur, er eitraður ef hann er ekki nógu þroskaður og einnig ef hann er ofþroskaður. Hann er rauður að utan og verður tilbúinn þegar hann opnast. Hann er svolítið sérstakur á bragðið eins og hnetukennd rófa.
Breadfruit hef ég ekki smakkað, er að stærð eins og melóna en er trefjakennd og notað í eldaða rétti.
Guinep er selt út um allar götur núna þar sem að núna er uppskeru seasonið, þetta eru lítil græn ber sem þú borðar kjötið sem er sætt og "fleshy".
Jew (June) Plum týndu strákarnir í ferð gegnum skóg um helgina. Hélt fyrst að þetta væri lime en svo er ekki. Þar sem ávöxturinn var grænn var hann ekki alveg þroskaður og svolítið sítruskenndur.
Stoppuðum á leið um landið hjá einum af mjög mörgum sölubásum meðfram þjóðveginum og keyptum Sweet Sop (Anon, Sugar Apple) sem er mjög sætur og bragðgóður ávöxtur.
Smökkuðum líka á markaðinum í dag Starfruit (stjörnuávöxt) sem var mjög góður og sætur. Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og mér finnst bara nauðsynlegt að prófa það sem vex á staðnum ef það er hægt.
Læt fylgja með góðan link sem lýsir vel þessum ávöxtum ásamt mynd.
http://www.jamaicans.com/cooking/foods/fruitglossary.shtml
Þetta ætti að duga í bili, bæti við nýju bloggi á morgun
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli