Vissulega höfum við Íslendingar áður séð miklar rigningar og það oft í marga daga. Munurinn liggur kannski í því að hérna er kerfið engan veginn tilbúið að taka við þessu vatnsmagni. Vinna leggst algerlega niður og allt hreinlega lamast. Við hér á vinnusvæðinu erum ekki tilbúnir í þennan slag en náttúruöflin eru ekkert að hafa fyrir því að spyrja okkur álits. Þess má geta að aðalregntímabilið stendur frá sept-nóv og er okt sýnu verstur. Sjáum hvað setur.
laugardagur, október 02, 2010
Tropical storm Nicole
Þá er maður búinn að upplifa trópískan hitabeltisstorm. Þrátt fyrir að Jamaica hafi sloppið afskaplega vel við hitabeltislægðirnar í ár og reyndar einnig seinasta ár þá skellti Nicole sér yfir hér í vikunni. Reyndar var ástandið sýnu verra í suðrinu, sjá mynd hér að neðan frá Kingston, en hér fyrir norðan upplifðum við gríðarlegt vatnsveður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli