Síðasta vika hefur verið frekar róleg. Strákarnir hafa fengið leikfélaga, þá Maron og Árna sem eru á svipuðum aldri og þeir. Reynt var að fara á ströndina en það hefur ringt frekar mikið þessa vikuna sem hefur komið í veg fyrir strandferðir. Á sunnudaginn ákvað fjölskyldan að fara í óvissuferð, foreldrarnir voru þeir einu sem vissu hvert ferðinni væri haldið. Fyrst var farið á Wendy's og hamborgari gúffaður með bestu lyst. Síðan var ferðinni heitið í Rockland´s Bird Sanctuary. Við vorum þónokkurn tíma að finna þetta þar sem merkingar eru yfirleitt ekki með besta móti á Jamaica. Villtumst tvisvar af leið á leiðinni á áfangastað.
Rockland's Bird Sanctuary er uppi í fjöllunum, keyrður var þröngur malarvegur þangað til að komið er að húsi sem er falið vel í gróðri. Þegar þangað var komið tók maður á móti okkur, setti fólkið niður í stóla fyrir utan húsið, setti fræ á læri þeirra og litla flösku með sykurvatni í hendi. Finkur komu og settust á lærin og kroppuðu í kornið. Kólíbrífuglar komu og settust á puttann og drukku úr flöskunni. Þetta gekk misvel í fjölskyldumeðlimi, Guðjón Andri var sérstaklega hrifinn af fuglunum en Sunneva var ansi smeyk við þá og vildi bara eltast við maura og skoða hundinn á bænum.
Um kvöldið var loks ákveðið að elda humarinn sem var keyptur af karlinum á horninu fyrir framan Blue Diamond verslunarmiðstöðina. Húsfreyjan tók sér matarskæri og stóran hníf í hönd, klippti, skar og hjó blessaðan humarinn. Dýrunum var skellt í pott þar sem þau voru soðin og komu fallega bleik og hvít upp úr pottinum eftir matreiðslu. Satt best að segja frábær matur, sérstaklega miðað við fyrstu reynslu okkar á risahumri. Ekki skemmti að hafa hvítlaukssmjör, baguette og kælt hvítvín með.
þriðjudagur, júlí 27, 2010
sunnudagur, júlí 18, 2010
Bros í hverju andliti
Við höfum ekki beint verið að upplifa Jamaica eins og venjulegir túristar gera þar sem við búum ekki á hóteli. Maður kynnist fólkinu á eynni betur í göngutúr, í búðinni eða á public beach. Það er ekki mikið um strendur fyrir hinn almenna borgara. Mest öll strandlengjan er undirlögð af hótelkeðjum sem eru afgirt og ekki aðgangur að þeim nema að greiða aðgang sem hinn venjulegi borgari getur almennt ekki leyft sér. Í gær fórum við í heimsókn til Falmouth þar sem Valdi vinnur. Bærinn er ekki mjög aðlaðandi að sjá við fyrstu sýn en verið er að vinna í átaki að hreinsa til í honum þegar túristarnir fara að streyma með skemmtiferðaskipunum.
Eftir Falmouth keyrðum við áfram í átt að Ocho Rio þar sem við leituðum að góðri public beach. Í allri leitinni að strönd gleymdi Valdi sér aðeins og var stöðvaður af lögreglunni, þeir tóku þessu létt og sáum við hvað löggan er misjöfn milli landa. Nenntu ekki að skrá niður nafn og upplýsingar um útlending, vildu fá aur í vasann og málið dautt.
Fundum strönd þar sem voru háar öldur sem strákunum fannst æðislegt. Þeir fundu strák sem var meira en lítið til í að leika sér með þeim í sjónum. Sunneva fékk eins og alltaf mikla athygli frá stelpum og konum, ohh..pretty girl...hárið hennar verður bara ljósara...og hún vön athyglinni.
Fólkið er mjög opið hérna, heilsar manni á förnum vegi, alltaf til í spjalla, brosmilt og afar forvitið um þessa fjölskyldu sem flækist um allar slóðir.
Eftir Falmouth keyrðum við áfram í átt að Ocho Rio þar sem við leituðum að góðri public beach. Í allri leitinni að strönd gleymdi Valdi sér aðeins og var stöðvaður af lögreglunni, þeir tóku þessu létt og sáum við hvað löggan er misjöfn milli landa. Nenntu ekki að skrá niður nafn og upplýsingar um útlending, vildu fá aur í vasann og málið dautt.
Fundum strönd þar sem voru háar öldur sem strákunum fannst æðislegt. Þeir fundu strák sem var meira en lítið til í að leika sér með þeim í sjónum. Sunneva fékk eins og alltaf mikla athygli frá stelpum og konum, ohh..pretty girl...hárið hennar verður bara ljósara...og hún vön athyglinni.
Fólkið er mjög opið hérna, heilsar manni á förnum vegi, alltaf til í spjalla, brosmilt og afar forvitið um þessa fjölskyldu sem flækist um allar slóðir.
föstudagur, júlí 16, 2010
Hýbýli manna eru misjöfn
Sit hér í loftkældri og fallegri íbúðinni, með sundlaug nokkrum skrefum frá í glæsilegum garði sem hann Andrew hugsar afar vel um, örugg innan afgirtrar girðingar. Hér í kring eru fleiri glæsileg komplex og enn flottari hinum megin í bænum, einbýlishúsahverfi þar sem sundlaug er við hvert hús og einkaströnd fyrir alla. Þar er mikil öryggisgæsla, enginn fær að komast þar inn nema tékka sig inn hjá verði sem hringir í þann sem á að heimsækja og skráir niður númer bílsins. Ekki langt frá svæðinu sem við búum á eru hálfgerð hreysi, litlir hjallar með bárujárnsþaki, en út úr þeim kemur vel til haft fólk á leið til vinnu. Sumir hafa hugsað stórt eins og heima, hús hálfbyggð, vantar kannski glugga, hurðar og stundum veggi en fólk lætur sig hafa það og býr þar samt. Situr innan um steypustyrktarjárnið með borð og stóla. Það þarf ekki mikið að hugsa um kulda hér enda er veðrið svipað allt árið þó nú sér heitasti tími ársins, mikill raki, heitara og minni vindur en t.d. þegar túristaseasonið er í gangi. Þegar við keyrðum til Negril um daginn keyrðum við bæði gegnum þorp og sveitir. Held það sé óhætt að segja að þröngt mega sáttir sitja, þar sem þetta voru oft litlir kofar sem fólk býr í. En þó fólk sé augljóslega fátækt er það líklegast er ekki svangt enda vaxa bananar út um allar jarðir auk margra annarra ávaxta sem fólk getur sótt til matar eða selt við vegakantinn sem er reyndar mikið um. Einnig er farið með snorkel og skutul út í sjó og fiskur veiddur til matar.
miðvikudagur, júlí 14, 2010
Hvað er þetta með að keyra á röngum vegarhelmingi?
Í dag var komið að þeim degi sem húsfreyjan hafði kviðið fyrir, keyra í Jamaískri vinstri umferð. Vaknaði nokkrum sinnum í nótt hugsandi um hvað ef..... ég keyri á móti umferð, villist í umferðinni....o.s.frv.
Ákvað að keyra yfir í Mega Mart, stóra verslunarmiðstöð í hinum enda bæjarins. Sem betur fer var ég búin að fara þessa leið nokkrum sinnum með Valda þannig að ég vissi hvert ég var að fara. Byrjaði reyndar að setjast inn hægra meginn í bílinn, ekki síðasta sinn hjá mér, þegar ég var lögð af stað bað ég börnin á tala ekki við mig á leiðinni, þurfti að einbeita mér að akstrinum.
Í stuttu máli sagt komst ég á leiðarenda og til baka, enda væri ég ekki að skrifa þetta ef það hefði ekki tekist ;0) Bakaleiðin var mun betri verður að segjast. Ég fór meira að segja aðra ferð í dag, á flotta strönd með æðislegum bekkjum og sundlaug, sem ekki er farið að rukka inn á ennþá, byrjar ekki fyrr en aðal túrista seasonið byrjar í desember og stendur fram yfir spring break í bandarískum háskólum.
Er meira að segja orðin svo djörf að ætla í heimsókn í bæinn þar sem Valdi vinnur, Falmouth, enda stærsti útimarkaðurinn á eyjunni, fullt af sölufólki kemur frá Kingston á þennan markað á miðvikudögum.
Skrifa aftur á morgun ef ég skila mér til baka, hehe.....
Ákvað að keyra yfir í Mega Mart, stóra verslunarmiðstöð í hinum enda bæjarins. Sem betur fer var ég búin að fara þessa leið nokkrum sinnum með Valda þannig að ég vissi hvert ég var að fara. Byrjaði reyndar að setjast inn hægra meginn í bílinn, ekki síðasta sinn hjá mér, þegar ég var lögð af stað bað ég börnin á tala ekki við mig á leiðinni, þurfti að einbeita mér að akstrinum.
Í stuttu máli sagt komst ég á leiðarenda og til baka, enda væri ég ekki að skrifa þetta ef það hefði ekki tekist ;0) Bakaleiðin var mun betri verður að segjast. Ég fór meira að segja aðra ferð í dag, á flotta strönd með æðislegum bekkjum og sundlaug, sem ekki er farið að rukka inn á ennþá, byrjar ekki fyrr en aðal túrista seasonið byrjar í desember og stendur fram yfir spring break í bandarískum háskólum.
Er meira að segja orðin svo djörf að ætla í heimsókn í bæinn þar sem Valdi vinnur, Falmouth, enda stærsti útimarkaðurinn á eyjunni, fullt af sölufólki kemur frá Kingston á þennan markað á miðvikudögum.
Skrifa aftur á morgun ef ég skila mér til baka, hehe.....
Sundlaugargarður
Fórum í fyrstu langferðina á sunnudaginn síðasta. Farið var í Kool Runnings vatnsrennigarðinn í Negril á vesturströnd eyjarinnar. Ferðin tók 1 1/2 tíma hvora leið og náðum við að sjá smá hluta af Jamaica á leiðinni. Landslagið er mjög fallegt, gróður og skógur alla leið, keyrðum meðfram ströndinni mesta part leiðarinnar og gegnum nokkra bæi. Við eyddum rúmlega 5 klukkutímum í garðinum, allir fjölskyldumeðlimir fóru í hinar og þessar rennibrautir þó svo að Guðjón og Adrían hafi átt vinninnginn. Mikið stuð var þegar þeir fengu foreldra sína með sér (í sitt hvoru lagi að sjálfsögðu) í þriggja manna kút niður Kool Runnings brautina. Allir skemmtu sér ofur vel og var það þreyttir foreldrar sem komu heim eftir þessa ferð. Strákarnir hittu aftur á móti Silju (íslenska stelpu sem býr í sama complexi) og fóru með henni í sundlaugina, voru víst ekki búnir að fá nóg. Sunneva er orðin ansi dugleg í sundlauginni og í sjónum, syndur eins og ekkert sé, svona miðað við aldur :o)
sunnudagur, júlí 11, 2010
Fleiri sögur af dýrum
Moskítóflugurnar hafa tekið ástfóstri við gömlu hjónin. Þær hafa þroskaðan smekk og vilja bara gott og gamalt blóð. Maður er stunginn út um alla fætur og hendur. Strákarnir hafa sloppið betur en Sunneva hefur fengið tvö bit, vona að þau verði ekki mikið fleiri en það.
Það kom óboðinn gestur í eldhúsið okkar fyrir stuttu. Guðjón kallaði upp að hann hafði séð kakkalakka og þegar húsfreyjan kom þar að blasti við stórt svart kvikindi sem lallaði í hægðum sínum um gólfið. Húsbóndinn greip tissjú og batt endi á líf gestisins en húsfreyjan er enn á þeirri skoðun að þetta hafi verið stór bjalla en ekki kakkalakki í heimsókn. Ef þetta er kakkalakki er það sá stærsti sem ég hef séð á minni ævi og hef ég séð nokkra.
Valdi var sendur út í búð að kaupa egg og smjör í gær en kom til baka með 4 spriklandi risahumra í plastpoka. Þeir voru kannski ekki að sprikla mikið en voru kannski frekar í dauðateygjunum. Næsta mál á dagskrá er að finna nógu stóran pott til að sjóða þá og finna matreiðsluaðferð. Dugar ekki það sama með litlu humrana frá Íslandi.
Við höfum annars verið dugleg að kaupa ávexti, ljótustu en bragðbestu appelsínur sem við höfum smakkað, æðislegan ananas, papaya, mangó, melónur og banana. Epli eru frekar dýr enda ekki eplaseason og allt innflutt frá Bandaríkjunum. Matur er annars dýr hérna og maður leggur sig fram að kaupa local vöru sem er ódýrari, þar á meðal bjórinn, Red Stripe sem er með afbrigðum góður í hitanum, 30-35 gráður og mikill raki.
Það kom óboðinn gestur í eldhúsið okkar fyrir stuttu. Guðjón kallaði upp að hann hafði séð kakkalakka og þegar húsfreyjan kom þar að blasti við stórt svart kvikindi sem lallaði í hægðum sínum um gólfið. Húsbóndinn greip tissjú og batt endi á líf gestisins en húsfreyjan er enn á þeirri skoðun að þetta hafi verið stór bjalla en ekki kakkalakki í heimsókn. Ef þetta er kakkalakki er það sá stærsti sem ég hef séð á minni ævi og hef ég séð nokkra.
Valdi var sendur út í búð að kaupa egg og smjör í gær en kom til baka með 4 spriklandi risahumra í plastpoka. Þeir voru kannski ekki að sprikla mikið en voru kannski frekar í dauðateygjunum. Næsta mál á dagskrá er að finna nógu stóran pott til að sjóða þá og finna matreiðsluaðferð. Dugar ekki það sama með litlu humrana frá Íslandi.
Við höfum annars verið dugleg að kaupa ávexti, ljótustu en bragðbestu appelsínur sem við höfum smakkað, æðislegan ananas, papaya, mangó, melónur og banana. Epli eru frekar dýr enda ekki eplaseason og allt innflutt frá Bandaríkjunum. Matur er annars dýr hérna og maður leggur sig fram að kaupa local vöru sem er ódýrari, þar á meðal bjórinn, Red Stripe sem er með afbrigðum góður í hitanum, 30-35 gráður og mikill raki.
miðvikudagur, júlí 07, 2010
Ein vika liðin
Nú höfum við verið eina viku á Jamaica. Fjölskyldan hefur tekið því rólega svona fyrst um sinn á meðan verið er að venjast aðstæðum og sólinni. Við höldum okkur mikið í garðinum okkar og lauginni og í smá svala í íbúðinni. Valdi vinnur alla daga nema sunnudaga og tekur húsfreyjan á móti bóndanum með viskí on the rocks eftir erfiðan vinnudag. Smá djók, bjórflaska kannski opnuð.
Sólin hefur farið misvel í okkur, Hrönn, Adrían og Sunneva þurfa að passa sig á bruna, Sunblock notað á þau tvö yngstu, Adrían fékk sólareksem og hefur verið í stuttermabol í laugarferðum sínum. Vorum kannski heldur dugleg á ströndinni á sunnudaginn. Guðjón Andri hefur erft litarhaft föðurafa síns, verður dökkur við fyrsta sólarljós. Þetta er annars algjör lúxus, tvær kellur bönkuðu uppá í dag með tuskur, kústa og skúringafötur og þrifu íbúðina hátt og lágt. Húsfreyjan dreif sig út með börnin á meðan þær skúruðu út úr íbúðinni, flott þjónusta þetta, enda er þetta gert fyrir karla sem vinna úti alla daga og hafa engan tíma fyrir þrif.
Húsfreyjan er komin með annan fótinn inn fyrir dyrnar á kvenfélagi staðarins, reyndar er helmingur þeirra staddur á Íslandi þessa dagana en það er ágætt að hitta aðrar kvensur í spjalli. Skilum bestu kveðjum heim á klakann, sakna engann veginn frétta þaðan, enda virðist ekki mikið vera um góðar fréttir frá Íslandi þessa dagana.
Sólin hefur farið misvel í okkur, Hrönn, Adrían og Sunneva þurfa að passa sig á bruna, Sunblock notað á þau tvö yngstu, Adrían fékk sólareksem og hefur verið í stuttermabol í laugarferðum sínum. Vorum kannski heldur dugleg á ströndinni á sunnudaginn. Guðjón Andri hefur erft litarhaft föðurafa síns, verður dökkur við fyrsta sólarljós. Þetta er annars algjör lúxus, tvær kellur bönkuðu uppá í dag með tuskur, kústa og skúringafötur og þrifu íbúðina hátt og lágt. Húsfreyjan dreif sig út með börnin á meðan þær skúruðu út úr íbúðinni, flott þjónusta þetta, enda er þetta gert fyrir karla sem vinna úti alla daga og hafa engan tíma fyrir þrif.
Húsfreyjan er komin með annan fótinn inn fyrir dyrnar á kvenfélagi staðarins, reyndar er helmingur þeirra staddur á Íslandi þessa dagana en það er ágætt að hitta aðrar kvensur í spjalli. Skilum bestu kveðjum heim á klakann, sakna engann veginn frétta þaðan, enda virðist ekki mikið vera um góðar fréttir frá Íslandi þessa dagana.
þriðjudagur, júlí 06, 2010
Hiti, sviti og dýralíf
Óhætt er að segja að það er heitt og svitinn bogar af manni í landi reaggi og Marley. Það tekur því ekkert fyrir húsmóðurina að reyna að halda sig huggulegri með því að skella öðru en sólaráburði í andlitið. Ég þakka guði fyrir loftkælingu í íbúðinni, reyndar er loftkæling í báðum svefnherbergjum og í stofu. Sunneva sefur vel í hitanum, þó svo að betra sé að hafa smá kælingu svo hún vakni ekki í svitabaði. Við tvær fórum í gönguferð í Blue Diamond verslunarmiðstöðina í dag þar sem ég stóð gjörsamlega kófsveitt í biðröð eftir Jamaísku símakorti í símabúðinni, skildi ekkert í því af hverju það sást ekki svitadropi á afgreiðsludömunni.
Það er heilmikið dýralíf í garðinum hjá okkur. Falleg og skrautleg fiðrildi flögra um hjá blómum og trjám í garðinum, ofurlitlar eðlur skjótast um húsið (hafa ennþá ekki heimsótt okkar íbúð frekar en flest önnur dýr sem betur fer). Í kvöld þegar myrkrið var skollið á benti Valdi strákunum á lítinn gest fyrir framan íbúðina, þar var kominn agnarlítill froskur, svo lítill að hann varla stærri en feit og stór fluga. Síðan höfum við einn nágranna úr dýraríkinu sem býr á jarðhæðinni, hund sem geltir endalaust við öll tækifæri sem gefast. Í gær fórum við á ströndina á Doctors Cave Beach í Mobay, strákarnir syntu út að kóralrifum þar sem þeir sáu skrautlega fiska synda um, Dórur og Nemóa, stingskötu og smokkfiska. Þeir fundu líka sokkið skip þó svo það hafi ekki verið í líkingu við Pirates of the Carribean.
Það er heilmikið dýralíf í garðinum hjá okkur. Falleg og skrautleg fiðrildi flögra um hjá blómum og trjám í garðinum, ofurlitlar eðlur skjótast um húsið (hafa ennþá ekki heimsótt okkar íbúð frekar en flest önnur dýr sem betur fer). Í kvöld þegar myrkrið var skollið á benti Valdi strákunum á lítinn gest fyrir framan íbúðina, þar var kominn agnarlítill froskur, svo lítill að hann varla stærri en feit og stór fluga. Síðan höfum við einn nágranna úr dýraríkinu sem býr á jarðhæðinni, hund sem geltir endalaust við öll tækifæri sem gefast. Í gær fórum við á ströndina á Doctors Cave Beach í Mobay, strákarnir syntu út að kóralrifum þar sem þeir sáu skrautlega fiska synda um, Dórur og Nemóa, stingskötu og smokkfiska. Þeir fundu líka sokkið skip þó svo það hafi ekki verið í líkingu við Pirates of the Carribean.
Ferðin til Jamaíka
Jæja, þá er fjölskyldan komin til Jamaíka. Ferðin gekk ótrúlega vel, sem þýðir að börnin þrjú hafi staðið sig vel á leiðinni. Flugið frá New York til Montego Bay gekk ekki slysalaust fyrir sig þar sem loftræstingin ofhitnaði þannig að vélin þurfti að "bakka" aftur í stæðið fyrir stutta viðgerð. Síðan var svo mikil ókyrrð í loftinu til Jamaica að helmingur flugfarþega (þar með talin fjölskyldan) fékk hvorki vott né þurrt á leiðinni. Flugþjónninn henti í okkur smá snakk poka og kexi rétt fyrir lendingu svona til að gefa okkur eitthvað. Það sem bjargaði fluginu var flott entertainment center þar sem hægt var að velja um margar bíómyndir, þætti og amerískar sjónvarpsstöðvar.
Það átti ekki að hleypa okkur í landið þar sem við vorum ekki með skráð heimilisfang, en Valdi reddaði því í snarhasti með einu símtali. Íbúðin er á flottu svæði, lokað af með girðingu og hliði, meira að segja vörður þegar dimma tekur. Sundlaugin er í ca 200 metra fjarlægð frá íbúðinni og er aðallega notuð af Guðjóni og Adrían, hef ekki séð marga aðra íbúa nota hana. Það er meira að segja smá líkamsræktaraðstaða við hliðina á lauginni.
Það átti ekki að hleypa okkur í landið þar sem við vorum ekki með skráð heimilisfang, en Valdi reddaði því í snarhasti með einu símtali. Íbúðin er á flottu svæði, lokað af með girðingu og hliði, meira að segja vörður þegar dimma tekur. Sundlaugin er í ca 200 metra fjarlægð frá íbúðinni og er aðallega notuð af Guðjóni og Adrían, hef ekki séð marga aðra íbúa nota hana. Það er meira að segja smá líkamsræktaraðstaða við hliðina á lauginni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)